Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Hollande lætur reka Róma-fólk (sígauna) frá Frakklandi - fylgir sömu stefnu og Sarkozy


9. ágúst 2012 klukkan 22:19
Róma-fólk (sígaunar)í Frakklandi

Frönsk stjórnvöld ráku fimmtudaginn 9. ágúst 350 Róma (sígauna) úr búðum þeirra við borgina Lille skammt frá landamærum Belgíu. Innanríkisráðherra Frakklands lýsti miðvikudaginn 8. ágúst áhyggjum vegna „heilsuspillandi búða“. Með brottflutningnum fylgir stjórn sósíalista sömu stefnu gagnvart Róma-fólkinu og gert var í forsetatíð Nicolas Sarkozys. Sætti framkvæmd stefnunnar harðri gagnrýni víða meðal annars hjá framkvæmdastjórn ESB.

Búðir Róma-fólks í nágrenni Parísar og Lyon hafa verið ruddar undanfarna daga og ætlunin er að flytja um 240 Róma „til baka“ til Rúmeníu frá Lyon.

Þeir Rómar sem hverfa sjálfviljugir til „heimalands“ síns fá 300 evrur hver fullorðinn og 150 evrur hvert barn. Margir gagnrýna þessar fjárgreiðslur því að fólkið geti hæglega notað evrurnar til að kosta ferð sína aftur til Frakklands.

„Franska ríkisstjórnin sóar gífurlegum fjárhæðum til að gera þeim kleift að taka sér frí í Rúmeníu,“ segir Valeriu Nicolae, stofnandi miðstöðvar fyrir Róma og minnihlutahópa í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Starfsemi miðstöðvarinnar miðar að því að virkja fólk til að aðstoða ungt Róma-fólk við að fá atvinnu og afla sér menntunar.

„Hvað heldur þú að þetta fólk sé að gera annað?“ spurði hann í viðtali við hið vinstrisinnaða franska dagblað Libération. „Þegar öllu er á botninn hvolft er miklu þægilegra að búa í frönskum búðum en rúmenskum. Þeir dveljast hér tvær vikur síðan halda þeir að nýju til Frakklands.“

Nicolas Sarkozy ákvað árið 2010 að tekið skyldi á málum Róma-fólks í Frakklandi á þann veg að ólöglegar búðir þeirra yrðu ruddar og íbúarnir sendir til baka til Rúmeníu og Búlgaríu sem gengu í ESB árið 2007. Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, líkti þessum aðferðum við nauðungarflutninga í síðari heimsstyrjöldinni. Sarkozy var einnig sakaður um að leggjast gegn þessum útlendingum í von um að ná fylgi frá Þjóðfylkingu Marine Le Pen.

Nokkra undrun vekur að François Hollande, forseti sósíalista, skuli fylgja sömu stefnu og Sarkozy gagnvart Róma-fólkinu. Í kosningabaráttunni lofaði Hollande að „bjóða önnur úrræði“ samtímis því sem hann ætlaði að láta ryðja ólöglegar búðir. Nú segja stjórnvöld í París að engir kynþáttafordómar séu að baki aðgerðum þeirra við lokun búðanna, hinir brottreknu Rómar hafi dvalist lengur í Frakklandi en leyfi þeirra heimilaði.

Aðild Rúmeníu og Búlgaríu að ESB árið 2007 tryggði íbúum landanna frelsi til að ferðast innan ESB/EES-svæðisins. Íbúar landanna mega þó ekki vinna í Frakklandi fyrr en eftir 31. desember 2013.

Talið er að um 20.000 Rómar séu í Frakklandi, um helmingurinn í París og nágrenni. Þeir eru víða áberandi vegna fátæktar og betls á götum úti.

Heimild: FR24

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS