Spenna vex nú innan flokks þýskra jafnaðarmanna (SPD), stærsta stjórnarandstöðuflokksins á þýska þinginu, um hver verði kanslaraefni flokksins í þingkosningum haustið 2013. Markmið flokksforystunnar hefur verið að fresta vali á leiðtoga þar til í byrjun næsta árs en krafan um að tekið verði af skarið sem fyrst verður sífellt háværari.
Þríeyki leiðir nú SPD Sigmar Gabriel flokksformaður, Frank-Walter Steinmeier þingflokksformaður og Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þeim hefur til þessa tekist að komast hjá ákvörðun um hver eigi að leiða flokkinn gegn Angelu Merkel kanslara í september 2013.
Miklar líkur eru taldar á því að niðurstaða kosninganna leiði til þess að mynduð verði „stór samsteypustjórn“ með þátttöku SPD og kristilegra demókakrata (CDU). Þá yrði leiðtogi SPD væntanlega vara-kanslari hjá Merkel.
Ætlun flokksforystunnar hefur verið að fresta vali á flokksleiðtoga þar til eftir þingkosningar í sambandslandinu Neðra-Saxlandi í janúar 2013. Thorsten Albig, nýorðinn forsætisráðherra í Slesvík-Holstein, rauf friðinn sunnudaginn 12. ágúst þegar hann lýsti eindregnum stuðningi við Steinmeier þingflokksformann sem var kanslaraefni flokksins gegn Merkel fyrir fjórum árum.
Við þessari yfirlýsingu brugðust Hans-Peter Bartels, þingmaður frá Kíel, og Nils Schmid, leiðtogi SPD í Baden-Württemberg, með því að draga upp fána Steinbrücks mánudaginn 13. ágúst. Telja þeir hann sterkasta kostinn gegn Merkel.
Sigmar Gabriel hefur hins vegar alla þræði enn í hendi sér sem flokksformaður. Süddeutsche Zeitung segir mánudaginn 13. ágúst að Gabriel geti krafist leiðtogasætisins í krafti flokksformennsku sinnar.
Blaðið segir að niðurstaðan kunni að ráðast af afstöðunni til eftirlauna. Almennir flokksmenn SPD vænti þess að undir stjórn flokksins verði ráðist gegn ýmsum breytingum sem Merkel-stjórnin hefur gert undanfarin ár á eftirlaunareglum. Sumar þessar breytingar voru gerðar þegar Steinmeier og Steinbrück voru ráðherrar. Telur blaðið að þeir yrðu tregir til að afturkalla breytingar sem þeir samþykktu þá.
Skiptar skoðanir eru innan SPD um hvort Gabriel hafi löngun til að verða frambjóðandinn gegn Merkel í þingkosningunum. Raunar gildir hið sama um Steinmeier og Steinbrück þótt þeir skorist ekki undan að taka verkefnið að sér „við réttar aðstæður“.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.