Laugardagurinn 27. febrúar 2021

Jóhanna Sigurðar­dóttir sakar ráðherra VG um „panik-viðbrögð“ vegna ESB-viðræðnanna - segir enga ástæðu til að breyta um stefnu


13. ágúst 2012 klukkan 13:29

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnar öllum óskum frá vinstri-grænum (VG) um breytingar á ESB-umsóknarferlinu og segir um „panik-viðbrögð“ að ræða hjá þeim. Í viðtali við fréttastofu ríkisútvarpsins mánudaginn 13. ágúst sagði hún að ekki væri „skynsamlegt að hætta [ESB-]viðræðum í miðju ferli“. Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, telur enga sérstaka þörf á að ræða ESB-málið við Samfylkinguna.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Í Morgunblaðinu mánudaginn 13. ágúst segir að átta af 12 þingmönnum VG vilji staldra við og meta stöðuna í ESB-aðildarviðræðunum í ljósi aðstæðna innan ESB og hve viðræðurnar hafi dregist á langinn. Þessarar skoðunar séu allir þingmenn flokksins nema Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, og Þráinn Bertelsson, sem gekk í flokkinn eftir kosningar en hann var kjörinn á þing undir merkjum Borgarahreyfingarinnar.

Morgunblaðinu tókst að ná sambandi við Steingrím J. sem er í sumarleyfi. Í blaðinu segir að flokksformaðurinn hafi vísað „á aðstoðarmenn sína. Þeirra væri að meta hvort tilefni væri til þess að formaðurinn gæfi kost á viðtali í fríi sínu. Leitað var til aðstoðarmanns sem kom erindinu áleiðis en lengra náði málið ekki. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, kvaðst ekki mundu ræða við fjölmiðla vegna málsins,“ segir Baldur Arnarson, blaðamaður Morgunblaðsins.

Á ruv.is mánudaginn 13. ágúst segir að Steingrímur J Sigfússon hafi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hann sé í fríi í Frakklandi.

Jóhanna Sigurðardóttir liggur ekki á skoðunum sínum á viðhorfi meirihluta þingflokks VG og sagði við ríkisútvarpið:

„Breytingar á þessu umsóknarferli hefur aldrei verið rætt milli stjórnarflokkanna og ég tel ekki skynsamlegt að hætta viðræðum í miðju ferli. Það hefur alltaf verið markmiðið að haga málum þannig að það væri þjóðin sem ætti síðasta orðið þegar samningur lægi fyrir. Og það hefur aldrei verið neitt tímasett eða frá því gengið að samningum ætti að ljúka á þessu kjörtímabili þótt að slíkt væri auðvitað æskilegt.

Ég tel bara ekki rétt að fara að beygja eitthvað af leið eða hætta samningaviðræðum út af einhverjum „panik- viðbrögðum“ hjá sem eru uppi núna.“

Fréttamaður spurði Jóhönnu hvort hún teldi um kosningaskjálfta hjá VG að ræða og svaraði hún: „Þeir líta á málin út frá sínum sjónarhóli en ég sé ekkert sem gerir það að verkum að við þurfum að hætta núna í miðju ferli.“

Fréttastofa ríkisútvarpsins náði í Björn Val Gíslason, þingflokksformann Vinstri grænna. Hann tekur jafnan af skarið á þann veg sem fellur að skoðun Steingríms J. Sigfússonar en þeir eru báðir þingmenn fyrir norðaustur kjördæmi. Björn sér enga sérstaka ástæðu til að ræða ESB-málið við Samfylkinguna. Honum kemur þó afstaða félaga sinna ekki á óvart og segir á ruv.is:

„Mér vitanlega hefur ekkert gerst eða komið upp á sérstaklega sem gerir það að verkum að grípa þarf til einhverra róttækra ráðstafana í þessu máli nú þegar. Það kann hinsvegar að vera að þær liggi fyrir einhversstaðar en þær hafa ekki borist hingað til mín.

En ef það er vilji til þess að gera það og fólki langar sérstaklega til þess að þá er ekkert mál að setjast niður og fara yfir málið.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS