Föstudagurinn 23. apríl 2021

Noregur: Hvatt til aukinnar öryggisgæslu í ljósi fjöldamorðanna 22. júlí - aukafundar krafist í stórþinginu - Stoltenberg sætir gagnrýni


14. ágúst 2012 klukkan 11:45
Jens Stoltenberg - norska blaðið VG krefst afsagnar hans.

Rannsóknarnefnd á voðaverkum Breiviks í Ósló og Útey 22. júlí 2011 skilaði skýrslu mánudaginn 13. ágúst. Þar er að finna harða gagnrýni á yfirvöld norskra öryggismála og þó sérstaklega lögregluna vegna aðgæsluleysis og skorts á réttum viðbrögðum. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, viðurkennir að lokaábyrgðin á pólitískum vettvangi hvíli á sínum herðum. Þess er krafist að hann segi af sér embætti en hann hafnar því. Óskað hefur verið sérstaks fundar í norska stórþinginu til að ræða skýrsluna og viðbrögð við henni.

Í áliti rannsóknarnefndarinnar kynnir hún 31 tillögu um það sem betur má fara innan norskrar stjórnsýslu og á sviði öryggismála. Telur nefndin brýnt að öllum tillögum hennar sé hrundið tafarlaust í framkvæmd.

Mikilvægustu tillögurnar eru:

  • Það verði refsivert að hljóta hryðjuverkaþjálfun, hálfsjálfvirk vopn verði bönnuð og eftirlit verði hert með vopnum og efnum til sprengjugerðar.
  • Efla verði getu lögreglunnar til að takast á við erfið verkefni, búa verður stjórnstöðvar og manna til að þær geti sinnt mikilvægu hlutverki sínu og það verður að koma á fót öflugri þyrlusveit á vegum lögreglunnar í Ósló.
  • Þar til nýju neyðarkerfi hefur verið komið á fót verður að huga að bráðabirgðalausnum sem fullnægja kröfum.
  • PST, norska leyniþjónustan, verður að sýna meira frumkvæði og vilja til samstarfs við aðra aðila. Innan PST verður að ríkja meira hugmyndaflug og vilji til að greina nýjar hættur. PST verður að sýna meira sjálfstæði við að koma upp um og koma í veg fyrir nýjar árásir og verður að fyrra bragði að vara ríkisstjórn og önnur stjórnvöld við sé hætta talin á ferðum.
  • Endurskoða ber reglur um þagnarskyldu innan heilbrigðiskerfisins til að tryggja að lögregla og aðrir sem hlut eiga að máli geti fengið nauðsynlegar upplýsingar þegar voðaverk eru unnin eða aðrir voðaatburðir verða, auk þess sem PST og leyniþjónusta hersins geti miðlað meiri upplýsingum.

Nefndin leggur til að allir forstöðumenn innan stjórnsýslunnar leggi sig skipulega fram um að styrkja eigin árvekni og stofnana sinna gagnvart hugsanlegum hættum. Öryggismálanefnd ríkisstjórnarinnar og „krísuráðið“ hittist reglulega til að ræða stöðu mála og kynna sér hættumat með það fyrir augum að tryggja góða samhæfingu og viðbrögð í ljósi ríkjandi stöðu á hverjum tíma.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS