Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Fulltrúi í ESB-viðræðu­nefnd utanríkis­ráðherra bætist í hóp efasemdarmanna um gagnsemi viðræðnanna - segir utanríkis­ráðherra halda vel á málum


14. ágúst 2012 klukkan 23:25

Níu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar af tólf í þingflokki vinstri-grænna (VG) hafa lýst efasemdum um að rétt sé að halda óbreyttri stefnu í ESB-aðildarviðræðunum. Að kvöldi þriðjudags 14. ágúst bættist fulltrúi utanríkisráðherra í viðræðunefnd Íslands við ESB í hóp efasemdarmann um viðræðurnar þegar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sagði við ríkisútvarpið að ekki væri „hægt að ljúka samningum við þessar pólítísku aðstæður“. Klofin ríkisstjórn geti ekki haft þá forystu um málið sem er nauðsynleg.

Þorsteinn Pálsson

Í fréttum ríkisútvarpsins sagði Þorsteinn Pálsson að Ísland stæði veikt að vígi í aðildarviðræðunum með „klofna ríkisstjórn“ andspænis 27 ríkjum. Við þessar pólitísku aðstæður væri ekki hægt að ljúka viðræðunum með samningi.

„Það þurfi nýjar pólítískar forsendur til að hægt sé að ljúka samningum. Það var hægt að fara af stað en ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að ljúka þeim nema við breyttar pólítískar aðstæður og mér sýnist það vera að koma betur og betur í ljós,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við fréttastofuna.

Hann sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafa haldið vel á málunum og samningaviðræður hefðu „tæknilega gengið vel fyrir sig“.

Almennt er litið þannig á að tæknileg hlið viðræðna af þessu tagi sé í höndum embættismanna en hin pólitíska hjá viðkomandi ráðherra. Augljóst er að Össuri hefur ekki tekist að halda hinu pólitíska baklandi saman.

Í fjölmiðlum hér á landi í dag hefur verið vitnað til viðtals sem birtist við Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, um stækkunarmálin almennt á vefsíðunni EurActiv mánudaginn 13. ágúst. Þegar farið hefur verið yfir stöðu umsóknarríkja á Balkanskaganum spyr blaðamaður Füle um stöðuna á Íslandi. Füle svarar:

„Almennt séð er allt á réttu róli í viðræðunum við Íslendinga. Undir forsæti Kýpverja [fyrir árslok 2012] ættu flestir kaflar að hafa verið opnaðir. Jafnvel þótt svo verði ekki verða öll spilin að minnsta kosti á borðinu. Það ætti að varpa ljósi á allt, þar á meðal viðkvæma þætti eins og kafla 13 (sjávarútveg) fyrir vorkosningar á Íslandi.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS