UBS-bankinn segir að kaupmáttur hafi rýrnað um allt að 35% í Austurríki frá 2000 til 2010. Segir bankinn að upptaka evrunnar ráði mestu um þessa neikvæðu þróun. UniCredit Bank Austria og Samtök atvinnulífsins í Austurríki telja niðurstöðuna ekki standast.
Í skýrslu UBS-bankans kemur fram að kaupmáttur hafi minnkað í öllum tekjuhópum. Mest hafi rýrnunin þó orðið meðal hinna launalægstu, 35%. Paul Donovan greinandi segir að austurrísku gögnin að baki athuguninni séu „hættulega veik“. „Myndin sýnir hlutfallslega lítinn vöxt rauntekna miðað við verðbólgu.“ Að meðaltali lækkaði kaupáttur Austurríkismanna um 25% til 30%. Meðal hinna tækjuhæstu varð rýrnunin aðeins 10%.
Svissneski bankinn UBS kannaði kaupmátt miðað við verðbólguþróun í ellefu Evrópulöndum. UBS leggur áherslu á að upptaka evrunnar hafi ekki orðið til hagsbóta fyrir Austurríkismenn. UniCredit Bank Austria segir að niðurstaða UBS sé „örugglega röng“. Fullyrt sé að kaupmáttur hafi rýrnað meira en staðreynd sé. Þá sé ekki unnt að rekja hina slæmu niðurstöðu hjá tekjulægsta hópnum til evrunnar. Þar ræður hnattvæðingin mestu segir Bank Austria.
Stefan Bruckbauer, aðalhagfræðingur Bank Austria, segir að sé tekið mið af verðbólgu hafi rýrnun kaupmáttar meðallauna numið 1,5%, hjá tekjulágum hafi tekjur rýrnað um 9% en rauntekjur tækjuhárra hafi hækkað. Launaþróun hafi auk þess verið hagstæðari en í Þýskalandi síðasta áratug að sögn Bruckbauers.
Samtök atvinnulífsins í Austurríki ganga jafnvel lengra í gagnrýnni sinni á UBS. Þau segja að ekki hafi verið um neina kaupmáttarrýrnun að ræða, kaupmáttur hafi þvert á móti aukist á árunum 2000 til 2010. Samtökin vitna í tölur frá Euorstat, hagstofu ESB, sem sýni að rauntekjur hafi ekki lækkað í Austurríki og gagnrýna þau UBS fyrir að birta tölur sem séu „mjög ógagnsæjar“.
Heimild: FriedlNews
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.