Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, hóf miðvikudaginn 22. ágúst fundalotu með erlendum viðmælendum í því skyni að skapa stjórn sinni svigrúm gagnvart neyðarlánveitendum. Fyrsti fundurinn var í Aþenu með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxembogar og formanni evru-hópsins, ráðherraráðs evru-ríkjanna. Eftir fundinn sagði Junker við RTL-útvarpsstöðina: „Það verða engar ákvarðanir teknar um mál Grikkja fyrr en í október.“
Föstudaginn 24. ágúst hittir Samaras Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín og laugardaginn 25. ágúst verður hann í París og ræðir við François Hollande Frakklandsforseta. Meginboðskapur Samaras er að ríkisstjórn sína skorti „andrými“ til að hleypa nýju lífi í grískan efnahag.
Angela Merkel var miðvikudaginn 22. ágúst í Moldovu og sagði: „Við finnum enga lausn á föstudaginn. Við bíðum eftir skýrslu þríeykisins og tökum síðan ákvörðun.“ Vísaði hún þar til fulltrúa ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem munu skila skýrslu um stöðuna í Grikklandi í september.
Samaras sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að Grikki færu ekki fram á meira fé frá öðrum heldur „andrými“ í allt að tvö ár til að auka tekjur ríkissjóðs með meiri efnahagsumsvifum.
Merkel og Hollande koma saman til fundar í Berlín fimmtudaginn 23. ágúst. Þau munu bera saman bækur sínar fyrir fundinn með Samaras. Talið er að Frakkar vilji sýna Grikkjum meiri skilning en Þjóðverjar.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.