Um 58% Pólverja eru andvígir upptöku evru segir TNS Polska föstudaginn 24. ágúst, aðeins 12% telja að pólskt efnahagslíf styrkist með evru-aðild. Andúð í garð evrunnar eykst. Könnunin sýnir að 69% svarenda telja að lífskjör versni með evrunni. Þegar spurt er um áhrif evrunnar á framvindu efnahagsmála telja 57% að hún mundi standa því fyrir þrifum.
Stuðningur við evru-aðild hefur minnkað jafnt og þétt síðan 2010. Þegar spurt er um áhrif evru-aðild á þjóðarímynd Pólverja telja 44% svarenda að þau verði neikvæð.
Pólska ríkisstjórnin lætur sig örlög ervunnar varða. Jacek Rostowski fjármálaráðherra sagði að það hefði ekki aðeins hættu í för með sér fyrir evru-svæðið heldur ESB í heild ef Grikkir slitu evru-samstarfinu. Hann taldi áhrifin verða neikvæð fyrir allan heimsbúskapinn.
Ríkisstjórn Póllands hefur ákveðið að halda í þjóðarmyntina zloty um óákveðinn tíma. Aðild sé hugsanleg eftir að evru-ríkin hafi sigrast á núverandi vanda. Radoslaw Sirkosi, utanríkisráðherra Póllands, skýrði frá þessu fyrir skömmu. Hann telur að aðild að evru-samstarfinu verði hagstæð fyrir Pólverja þegar fram líða stundir.
Sikorski sagði að Pólverjar ættu ekki að verða jaðarþjóð innan ESB eins og Bretar. Það félli ekki að pólskum hagsmunum auk þess væri hætta að ESB klofnaði. „Annars vegar yrðu evru-ríkin sem hefðu sameinast um efnahags- og ríkisfjármálastefnu og hins vegar önnur ESB-ríki,“ sagði Sikorski. Upphaflega ætlaðu Pólverjar að taka upp evru árið 2014. Nú er talað um 2016 í fyrsta lagi.
Staða efnahagsmála í Póllandi leyfir þjóðinni aðild að evru-svæðinu. Þá eru pólsk ríkisskuldabréf góður fjárfestingarkostur. Erlendir fjárfestar kaupa þau meira en áður. Þjóðhagshorfur eru góðar í Póllandi árið 2012. Pólverjar fullnægja því Maastricht-skilyrðunum – skuldahlutfall þeirra var 56,3% af VLF í lok 2011, þá var halli á ríkissjóði hins vegar 5,1%, í ár er talið að hann verði 2,5% og 2,2% af VLF árið 2013.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.