Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, telur öruggt að afstaðan til aðildar að Evrópusambandinu verði eitt af stóru málum vetrarins og komandi kosninga. Hún segir að „tæplega“ klárist að klára ESB-viðræðurnar fyrir kosningar í apríl 2013, einhverjir mánuðir til eða frá í þessum efnum „breyti afskaplega litlu í stóra samhenginu“. Þetta kom fram í setningarræðu Jóhönnu á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík laugardaginn 25. ágúst.
Jóhanna Sigurðardóttir ræddi gang ESB-viðræðnanna og taldi hann „skilaboð“ frá ESB í viðræðuferlinu hefði „frekar átt að auka trú okkar á verkefnið“ en kalla fram neikvæð viðbrögð „sverar yfirlýsingar“ og „fjölmiðlastorm“. Vék hún þar að fréttum um vaxandi efasemdir meðal þingmanna VG um framvindu ESB-viðræðnanna vegna þess hve þær hafa dregist og óvissu um framtíðarskipan mála í ESB.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, vék að ESB-viðræðunum í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi VG að Hólum í Hjaltadal föstudaginn 24. ágúst. Hún sagði að umræðan um ESB-aðild hefði „orðið harðdrægari, persónulegri og svarthvítari en áður“ sem dregið hefði úr áhuga allra sem ekki hefðu fyrirfram ákveðna skoðun til að kynna sér málið. ESB-umræða undanfarinna vikna væri gott dæmi um þetta. Í stað þess að snúast um málið sjálft hefði hún tekið að snúast um stjórnarsamstarfið og tiltekna einstaklinga. Hún sagði „ólíklegt“ að þjóðin gæti tekið afstöðu til ESB-aðildar fyrir næstu þingkosningar.
Í ræðu sinni færði Katrín Jakobsdóttir rök fyrir að efnahagsstefna Evrópusambandsins bryti þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar sem leitt hefði Ísland út úr kreppunni. Í „anda frjálshyggju“ væru evru-löndin „þvinguð til að fylgja harkalegri niðurskurðar- og samdráttarstefnu, þvert á það sem hefur verið stundað á Íslandi og gefist vel hérna,“ sagði Katrín og bætti við: „Þetta ætti að valda öllum vinstrimönnum og öllum jafnaðarmönnum þungum áhyggjum.“
Jóhanna Sigurðardóttir sagði að staðan í Evrópu væri vissulega flókin og erfið þetta myndi „að sjálfsögðu“ setja svip á ESB-viðræðurnar og niðurstöðu þeirra: ,, Þegar niðurstaða liggur fyrir í okkar samningaviðræðum þá hefur staðan væntanlega skýrst í þessum efnum og þá verður það þjóðarinnar að gera það upp við sig hvort hún fellir sig við samninginn og það Evrópusamband sem þá blasir við, eða ekki,„ sagði Jóhanna.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.