Kreppan á evru-svæðinu mun enn versna áður en ástandið batnar og Grikkir kunna að hverfa frá samstarfinu innan árs segir Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, í viðtali við sænska ríkisútvarpið laugardaginn 8. september.
„Ég held að við höfum ekki séð hið versta sem á eftir að ganga yfir þjóðir eins og Spánverja og Grikki. Vandi þeirra er svo alvarlegur að staðan verður mjög erfið í Evrópu næstu sex til tólf mánuði,“ sagði fjármálaráðherrann.
Svíar nota ekki evru. Borg sagði að þrátt fyrir mikla aðstoð frá öðrum ríkjum væri ekki útilokað að Grikkir segðu skilið við evruna í raun á næstu sex, níu eða tólf mánuðum. Hann sagðist ekki viss hve mála ætti slíka sviðmynd dökkum litum. Bankar í Evrópu hefðu búið sig undir hið versta í Grikklandi þótt ástandið almenn kynni eða verða enn verra en nú.
Hann taldi að grískir stjórnmálamenn vildu standa að aðhaldi og kerfisbreytingum. Ákvarðanir gríska þingsins hefðu hins vegar ekki áhrif á neðri stjórnstigum landsins.
Borg lýsti einnig þeirri skoðun að Spánverjar kynnu að þarfnast neyðarláns. Það ríki mikil óvissa um hvernig stjórnum einstakra héraða landsins tækist að ná tökum á fjármálum sínum.
„Ég tel að ekki sé unnt að útiloka að finna verði leiðir til að aðstoða Spánverja,“ sagði Anders Borg.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.