Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Barroso segist ekki boða evrópskt „ofurríki“ - hann vill að þjóðir sameini fullveldi sitt til að standast Kína og Bandaríkjunum snúning


12. september 2012 klukkan 11:26

José Manúel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hvatti til þess í stefnuræðu á ESB-þinginu miðvikudaginn 12. september að Evrópusambandinu yrði breytt í „samband þjóðríkja“ og lýsti miklum áhuga á að ríki framseldu meira af fullveldi sínu og þokuðust í átt til fulls samruna. Á þennan veg lýsir Reuters-fréttastofan kjarnanum í ræðu Barrosos þegar hann fór yfir stöðu Evrópusambandsins og leit fram á veginn.

José Manuel Barroso í ESB-þinginu.

Í fréttinni segir að Barroso hafi sagt að hann væri ekki að hvetja til þess að komið yrði á fót evrópsku „ofurríki“ (superstate) en hann sagði að ESB yrði alltaf minna en samnefnari heildarinnar nema samstarfið innan sambandsins yrði dýpkað.

„Við skulum ekki óttast að segja hlutina eins og þeir eru: Við verðum að þokast áfram til sambands þjóðríkja. Þetta er pólitískur sjóndeildarhringur okkar. Þetta er það sem verður að ráða störfum okkar næstu ár,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar:

„Lýðræðislegt samband þjóðríkja sem getur tekist á við sameiginleg vandamál okkar, með því sameina fullveldi á þann hátt að sérhvert ríki og borgarar þess hafi betri aðstöðu til að hafa stjórn á eigin örlögum.“

Reuters segir að í sumum höfuðborgum Evrópu kunni menn að hafa áhuga á að fara þá leið sem Barroso boði en hún veki einnig andstöðu í löndum eins og Bretlandi þar sem mikil andúð sé við að færa meira vald til Brussel. Telur fréttastofan, með vísan til mismunandi efnahags ríkja innan evru-svæðisins auk spennu milli evru-ríkjanna 17 og ESB-ríkjanna 10 sem ekki nota evru, að barátta fyrir sambandsríki í Evrópu muni ýta undir flóknari uppskipti í álfunni.

Minnt er á að fyrsta áratug aldarinnar hafi tilraunir til að setja ESB stjórnarskrá misheppnast eftir að textanum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi auk Írlands. Barroso sagði að á tíma hnattvæðingar ætti ESB undir högg að sækja í samkeppni við aðra nema sátt næðist um að framselja fullveldi til sameiginlegrar stjórnar.

„Ég sagði samband þjóðríkja af því að á þessum óróatímum eigum við ekki að láta aðeins þjóðernissinnum og lýðskrumurum eftir að verja þjóðina. Ég trúi á Evrópu þar sem fólk er hreykið af þjóð sinni en einnig af því að tilheyra Evrópu.“

Reuters segir að sumir ESB-þingmenn, „sannfærðir Evrópusinnar“, eins Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, hafi strax risið til andmæla við Barroso og sagt að ESB þyrfti að dýpka þær stofnanir sem nú starfa en ekki breytast í samband þjóðríkja.

Barroso sagði að til þess að sýn sín yrði að veruleika yrði enn á ný að endurskoða sáttmála ESB. Hann sagði að skrifstofa sín mundi leggja fram tillögur um framtíðarskipan ESB með það í huga að þær kæmu til framkvæmda fyrir mitt ár 2014.

Hann hvatti til þess að tíminn þangað til yrði nýttur til „víðtækrar umræðu“ innan ESB um það hvernig breyta ætti samstarfi aðildarríkjanna og hverjir ættu að verða höfuðþættir þess til að standast samkeppni frá Kína og Bandaríkjunum fram eftir þessari öld. Hann sagði:

„Margir munu segja að með þessu sé gengið of langt, þetta sé ekki raunhæft. Ég vil hins vegar spyrja á móti: er raunhæft að halda áfram á sömu braut og áður? Er rauhæft að meira en 50% ungs fólks séu án atvinnu í sumum aðildarríkjum?

Raunhæfa framtíðlarleiðin ræðst af því hvað styrkir okkur og sameinar. Raunsæi felst í því að setja okkur markmið í samræmi við viðfangsefni framtíðarinnar.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS