Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua birti fimmtudaginn 20. september frétt um að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo hafi fengið grænt ljós frá Reykjavík um að hann megi leigja Grímsstaði á Fjöllum þar með „ljúki árslöngu drama“ segir í fréttinni sem snýst um sókn kínverskra fyrirtækja til annarra landa. Þetta sé nýjasta dæmið um hana. Eftir þriggja áratuga sprengivöxt heima fyrir sé nú um óstöðvandi sókn kínverskra fyrirtækja út á við að ræða þau festi fé sitt ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig þróuðum ríkjum.
Sagt er að það hafi verið erfitt fyrir Huang Nubo, formann Beijing Zhongkun Investment Group, að ljúka samningum við Íslendinga eftir alþjóðlegan ágreining vegna upphaflegs tilboðs hans um að kaupa landið – hann kunni að hafa verið pólitískur af því að Huang hafi unnið fyrir Kommúnistaflokk Kína og mannvirkjaráðuneytið á níunda áratugnum.
Huang segir fréttastofunni að Íslendingar hafi lagt til að skrifað verði undir samninga í Kína í október og fyrirtæki sitt muni efna til blaðamannafundar á Íslandi um samninginn vegna þess að íslenska þjóðin „vilji vita hvað gerðist“.
Huang segir að hann ætli að koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð á næstu fimm árum og í fleiri löndum N-Evrópu.
Xinhua vitnar í tölfræði kínverska viðskiptaráðuneytisins sem sýni að í lok árs 2011 hafi kínversk fyrirtæki stofnað til starfsemi í 18.000 tilvikum í 178 löndum og héruðum um heim allan og um sé að ræða öll svið atvinnulífsins.
Frá 2002 til 2011 hafi bein kínversk fjárfesting erlendis 27,6 faldast; á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi bein fjárfesting erlendis numið 42.2 milljörðum dollara.
Kínverskir brautryðjendur í erlendum viðskiptum verði hins vegar að glíma við fordóma og órsökstuddar grunsemdir sem beri keim af óvild gegn Kína. Þegar Huang hafi kynnt áform sín á árinu 2011 hafi ýmsir á Vesturlöndum talið að hann væri að skapa Kína geopólitíska aðstöðu á Íslandi vegna áhuga Kínverja á norðurslóðum og heimskautinu.
Önnur fyrirtæki eins og til dæmis Huawei, fjarskiptafyrirtæki í einkaeign, hafi hvað eftir annað staðið frammi fyrir slíkum ásökunum þegar það hafi reynt að gera samninga erlendis.
Það sé ekki um annað að ræða fyrir Kínverja sem ráði yfir miklun gjaldeyrissjóðum en nýta hluta þeirra til fjárfestinga í öðrum löndum. Þar sem menn í þróuðum löndum séu vanir að festa fé sitt í Kína þurfi þeir að tileinka sér aðra afstöðu til fjárfestinga frá Kína. Þær muni þó örugglega aukast á tímum hnattvæðingar enda sé um annað stærsta hagkerfi heims að ræða.
Sé fjárfestingum hafnað aðeins vegna þess að forstjóri fyrirtækis hafi starfað fyrir kínversku ríkisstjórnina fyrir mörgum áratugum sé ekki unnt að skýra það á annan hátt en þann að sumt fólk á Vesturlöndum sé enn illa haldið af kalda stríðs hugsunarhætti.
Þetta fólk verður að öðlast betri skilning á viðskiptalífinu í Kína þar sem margra ára hagvöxtur hefur orðið frjór jarðvegur fyrir einkafyrirtæki og þar sem risavaxin hönd að mestu leyti frjáls markaðar ræður flestum ákvörðunum fjárfesta.
Hitt sé jafnframt ljóst að innan kínverskra fyrirtækja verði menn einnig að vita meira um erlendar menningarhefðir þegar þeir taka viðskiptaákvarðanir, gera tilboð eða reki starfsemi sína í öðrum löndum. Þegar misskilningi hafi verði eytt verði gagnkvæmur straumur fjármagns auðveldari og algengari. Það yrðu góðar fréttir fyrir hnattrænt efnahagskerfi í vanda.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.