Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Merkel vill fara hægt vegna banka­sambands ESB - ágreiningur við Frakka - hægir á þýskum hagvexti


25. september 2012 klukkan 11:14

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði þriðjudaginn 25. september að ekki ætti að sýna neitt óðagot við að koma á fót bankasambandi. Með ummælum sínum snerist Merkel gegn kröfum frá framkvæmdastjórn ESB og ráðamönnum í Frakklandi um að koma sem allra fyrst á ESB-bankaeftirliti sem síðan gæti mælt fyrir um aðstoð við banka í vandræðum. AFP-fréttastofan segir að þetta sýni að Þjóðverjar telji enn verulega hættu á ferðum vegna ástandsins á Grikklandi og Spáni.

„Ég styð öflugra bankaeftirlit á evru-svæðinu,“ sagði kanslarinn á fundi Þýskra atvinnurekenda (BDI) í Berlín. „Evrópskt eftirlit verður einnig að verða meira bindandi – ég get ekki talað um beina endurfjármögnun banka í öðrum löndum ef ég hef ekki áður skapað heimild til íhlutunar,“ sagði hún og tóku fundarmenn undir orð hennar með lófataki.

Hún lagði áherslu á að farið yrði skref fyrir skref og ekki of hratt og ekki ætti að standa þannig að málum að menn stæðu og segðust hafa gert „eitthvað“.

Á fundi leiðtoga ESB í júní var ákveðið að nota mætti björgunarsjóð evrunnar milliliðalaust til að endurfjármagna banka í vandræðum eftir að komið hefði verið á heildar-bankaeftirliti fyrir ESB undir forystu Seðlabanka Evrópu. Síðustu daga hefur komið í ljós að ágreiningur er um hvernig staðið skuli að framkvæmd málsins. François Hollande Frakklandsforseti sagði um helgina að „.því fyrr því betra“ þegar hann ræddi bankaeftirlitið.

Í Þýskalandi sjást merki um að kreppan á evru-svæðinu hafi neikvæð áhrif á efhag landsins. Í ræðu sinni hjá BDI sagði Merkel að Þjóðverjar mættu ekki ímynda sér að þeir yrðu ekki fyrir barðinu á skuldakreppunni.

Traust þýskra neytenda er að dala segir greiningarfyrirtækið GfK þriðjudaginn 25. september en daginn áður kom fram í Ifo-viðskiptakönnun að fimmta mánuðinn í röð gætti samdráttar og hefur vísitalan aldrei verið lægri síðan í febrúar 2010.

„Þýskaland er ekki eyja heldur öflugt útflutningsland og verður ekki slitið frá þróun í umheiminum og efnahag Evrópu,“ sagði Merkel. „Okkur er skylt að gera eins mikið og unnt er til að viðhalda eftirspurn á heimamarkaði í Þýskalandi svo að við getum ýtt á öflugan hátt undir vöxt á evru-svæðinu.“

Fréttir af evru-svæðinu lofa ekki góðu. Lántökukostnaður Spánverja og Ítalíu hækkar og í Frakklandi birtist niðurstaða könnunar þriðjudaginn 25. september sem sýnir að svartsýni atvinnurekenda er hin mesta sem hún hefur verið síðan 2010.

Angela Merkel og Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, hittast á fundi í Berlín þriðjudaginn 25. september. Þá efna fjármálaráðherrar þriggja ríkja: Þýskalands, Finnlands og Hollands til fundar í Helsinki til að ræða stöðuna á evru-svæðinu en löndin njóta hæstu lánshæfiseinkunna evru-ríkja.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS