Laugardagurinn 23. janúar 2021

Reuters: Makríldeilan grefur undan ESB-aðildarumsókn Íslands - ráðherrar samþykkja refsi­reglur


25. september 2012 klukkan 13:22

Ráðherrar sjávarútvegsmála innan Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel þriðjudaginn 25. september nýjar reglur sem beitt verður til að refsa Íslendingum og Færeyingum lúti þeir ekki vilja ESB í makríldeilunni. Fréttastofan hefur eftir ESB-embættismönnum að makríldeilan kunni að grafa undan ESB-aðildarumsókn Íslands.

ESB
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, fagnar Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Brussel 25. janúar 2012.

ESB-þingið samþykkti reglurnar fyrr í þessum mánuði. Þær ganga í gildi í næsta mánuði eftir birtingu í Lögtíðindum ESB. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, lagði fram tillögu um reglurnar í ársbyrjun þar sem hún taldi sig skorta tæki til að knýja Íslendinga og Færeyinga til að falla frá einhliða ákvörðunum um makrílveiðar. Taldi hún þágildandi reglur ekki valda „nægum sársauka“.

Í frétt Reuters um samþykkt ráðherranna kemur fram að ESB sé nóg boðið vegna ákvarðana Íslendinga um að hagnast sem mest á fjölgun makríls í lögsögu sinni með því að auka sífellt veiðiheimildir íslenskra skipa. Deilunni nú sé líkt við þorskastríðin á sjöunda og áttunda áratugnum.

Markmið hinna nýju reglna er sagt vera að beita Íslendinga þrýstingi enda hafi ESB-ráðherrarnir nú samþykkt lög sem heimili bann við innflutningi á öllum fiski frá „þriðju ríkjum sem stundi ósjálfbærar aðgerðir við stjórn fiskstofna sem séu sameiginlegir með þeim og ESB“.

Í ályktun ráðherraráðsins segir: „Þessar reglur eiga að gera okkur kleift að glíma við aðstæður eins og þær sem nú ógna makrílstofninum í Norðaustur-Atlantshafi.“

Reuters segir að ESB og Noregur kenni Íslendingum og Færeyingum um að ekki hafi tekist að leysa makríldeiluna þrátt fyrir fjölda viðræðufunda um málið.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS