Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, staddur í Bandaríkjunum, beinir spjótum sínum að Norðmönnum og norskum stjórnvöldum í tilefni af því að ráðherrar sjávarútvegsmála innan ESB samþykktu í dag refsireglur sem beitt verður gegn Íslendingum vegna makrílveiða. Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra gagnrýnir sérstaklega að í fréttatilkynningu ESB um samþykkt ráðherranna sé beiting refsinganna tengd makrílveiðum í Norðaustur-Atlantshafi.
Í samtali við vefsíðuna Eyjuna segist Össur Skarphéðinsson „mjög ósáttur við það að Norðmenn skuli leyfa Damanaki sjávarútvegsstjóra að vera einskonar blaðafulltrúi fyrir norsku ríkisstjórnina í þessu máli, og að hún skuli fyrir hönd vina og frænda okkar í Noregi hóta okkur viðskiptaaðgerðum. Afhverju tala þeir ekki við okkur sjálfir í stað þess að nota svona aðferðir? – Mér finnst það algerlega óhugsandi ef Norðmenn ætla að taka þátt í einhverjum aðgerðum, sem vafi leikur á að standist EES-samninginn. Er ekki til eitthvað sem heitir norrænt sólidarítet? Muni ég rétt eiga Norðmenn höfundarrétt að því í Stoltenbergskýrslunni sem hefur nú verið biblía og leiðarvísir okkar norrænu landanna í samstarfi síðustu ára. En Damanaki tekur það sérstaklega fram að hún tali líka fyrir hönd Norðmanna.“
Össur segir við Eyjuna að undanfarið hafi mestur tími Evrópuhluta utanríkisþjónustunnar farið í að koma þeirri skoðun skýrt á framfæri að Íslendingar telji ekki koma til greina, að beitt verði þvingunum, sem gangi lengra en EES-samningurinn og WTO leyfi, líkt og Íslendingar hafi sjálfir gert.
Össur kallar Svía „vini í raun“ þar sem ráðherra þeirra hafi lagt fram tillögu um „að allar aðgerðir verði að takast með tilliti til samningskuldbindinga ESB“ og hljóti þar að vísa meðal annars til EES-samningsins eins og Íslendingar hafi gert.
Þá segir Össur segir „stórmerkilegt“ að tvær stærstu sjávarútvegsþjóðir ESB, Þjóðverjar og Danir hafi ekki samþykkt tillöguna, heldur setið hjá. Danir hafi lagt fram langa bókun þar sem þeir áskilji sér rétt til að kæra til Evrópudómstólsins aðgerðir sem beinist gegn Færeyjum. „Það þykir mér vasklega og drengilega gert af Dönum, og niðurstöður sem varða Færeyjar hljóta að gilda líka um Ísland,“ segir Össur.
Utanríkisráðherra er sammála mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar alþingis, sem sagði samþykkt ráðherraráðsins ekki koma „á óvart“ og ráðherrann segir við Eyjuna:
„Íslendingum hefur tekist að nudda út með ærnu erfiði í samstarfi utanríkis- og atvinnuvegaráðuneytisins vitlausustu hugmyndunum sem þingmenn úr makrílkjördæmum Evrópu hafa verið fullir af síðustu misseri, og gengu út á að banna innflutning nánast á öllu sem einhverju sinni hefur slett sporði í sjó. Þetta er allt orðið skaplegra, en það fer allt eftir því hvernig ESB ætlar að beita þessu. Þar höfðum við auðvitað vænst þess að Norðmenn, sem Damanaki vísar til sem sérstakra bandamanna í stríði sínu við okkur, kæmu vitinu fyrir menn. Það á eftir að reyna á það.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.