Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Danmörk: Íhalds­flokkurinn leitar hugmyndalegrar endurnýjunar


30. september 2012 klukkan 10:16
Lars Barfoed

Danski Íhaldsflokkurinn (Det Konservative Folkeparti) er illa staddur með 3,9% fylgi skv. skoðanakönnunum. Nú um helgina stendur yfir fundur landsráðs flokksins í Herning og segir Thomas Larsen, pólitískur ritstjóri Berlingske, að því sé ekki að leyna, að Lars Barfoed, leiðtogi flokksins hafi haft ýmislegt nýtt fram að færa í ræðu sinni. Mikil vinna við endurnýjun stefnu flokksins, sem fram hafi farið að tjaldabaki sé nú að skila árangri. Í ræðunni hafi Barfoed vilja sýna, að flokkurinn hefði eitthvað það fram að færa, sem stöðvað gæti hnignun hans og leiða til nýrrar sóknar.

Samkvæmt hugmyndum Barfoed á Íhaldsflokkurinn í framtíðinni að vera borgaralegasti flokkur Danmerkur og Lars Barfoed sjálfur mun koma fram, sem umbótasinnaður borgaralegur stjórnmálamaður. Hann muni ekki halda sig til hlés, heldur halda uppi stöðugri kröfu um umbætur, sem gefi Danmörku meiri kraft og aukna samkeppnishæfni í veröld, þar sem samkeppni verði stöðugt meiri. Barfoed byggi á þremur grundvallarhugmyndum. Að auka persónufrelsi, ýta undir framtak einstaklinga og verja sameiginlega þjóðlega arfleifð.

Í þessu felst, segir Thomas Larsen að losa danska borgara við margvíslega opinbera styrki, skapa betra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og til að fjölga störfum, leggja áherzlu á að einfalda opinbera geirann og þurrka út ónauðsynlega skriffinnsku, tryggja meiri fagmennsku í skólum og leita eftir markvissari aðstoð við þá, sem þurfi á henni að halda.

Thomas Larsen bendir hins vegar á, að Íhaldsflokkurinn standi frammi fyrir sterkri samkeppni á hægri kantinum, Venstre sé í mikilli uppsveiflu, Danski þjóðarflokkurinn hafi komið í gegn leiðtogaskiptum og Frjálslynda bandalagið (Liberale Alliance) höfði til ungs fólks.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS