Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, vill að hratt verði staðið að breytingum á sáttmálum ESB til að stofna sérstakt embætti innan framkvæmdastjórnar ESB og verði þeim því gegnir falið að gæta hagsmuna evrunnar.
Schäuble vill að hinn nýi framkvæmdastjóri hafi sama vald og samkeppnisstjóri ESB. Framkvæmdastjórinn nýi hafi vald til að senda fjárlög aftur til þjóðþinga einstakra landa og krefjast aðlögunar að evru-kröfum, þær liggi fyrir skriflega.
Schäuble vill einnig að til sögunnar komi sérstakt evru-þing – einskonar botnlangi úr ESB-þinginu.
Handelsblatt í Þýskalandi segir að Angela Merkel Þýskalandskanslari setji ESB-sáttmálabreytingu sem skilyrði fyrir aðstoð við Grikki. Efnt verður til leiðtogafundar ESB-ríkjanna 18. og 19. október. Þjóðverjar eru sagðir búa sig undir að setja þar fram skýrar kröfur og skilyrði. Schäuble sagði við dpa-fréttastofunar: „Við munum á einn veg eða annan breyta ESB-sáttmálunum.“
Um afstöðu Breta sagði Schäuble: „Það er ekki annars vegar unnt að krefjast skjótrar lausnar á evru-kreppunni og hins vegar leggjast gegn öllum tillögum sem tengja saman ríkisfjármálaaðgerðir innan evru-svæðisins.“
Í fréttum um afstöðu Þjóðverja vegna væntanlegs ESB-leiðtogafundar er þess jafnframt getið að Angela Merkel hafi ákveði að eltast ekki við Breta, þeir hafi engan áhuga á að taka þátt í kjarnsamstarfi ESB-ríkjanna.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.