Miðvikudagurinn 29. júní 2022

Formaður bænda­samtakanna: Óttast ESB-undanslátt stjórnvalda vegna heilbrigði dýra - telur hagsmuna þjóðar­innar ekki gætt


1. nóvember 2012 klukkan 09:46
Haraldur Benediktsson

Utanríkismálanefnd alþingis hefur á nokkrum fundum rætt afstöðu Íslands vegna 12. kafla í aðildarviðræðunum við ESB. Í þessum kafla er fjallað um matvælaöryggi og heilbrigði dýra og platna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fjallar um meðferð þessa kafla innan stjórnkerfisins í leiðara Bændablaðsins sem kemur út 1. nóvember og spyr: „Ef ekki má segja og skrifa slíka einarða afstöðu Íslands [til verndar dýrum og plöntum] í samningaafstöðu af ótta við að slíkur texti “stuði„ ESB, hvað má þá skrifa? Hvernig ætla stjórnvöld að gæta hagsmuna Íslands? Hvað má setja í sjávarútvegskaflann? Að gaman væri að þið ESB-þjóðir mynduð ekki koma strax á Íslandsmið?“

Hér á Evrópuvaktinni hefur verið skýrt frá því að fulltrúar utanríkisráðuneytisins og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, hafi lagst gegn orðalagi sem felur í sér kröfu um varanlega undanþágu vegna viðskipta með lifandi dýr í afstöðu Íslands gagnvart ESB vegna 12. kafla í aðildarviðræðunum.

Í leiðaranum í Bændablaðinu segir Haraldur Benediktsson:

„Þeir sem fylgjast með framgangi mála skynja vel hvað ekki má segja og sækja fram með fyrir hagsmuni Íslands. Vinna við samningafstöðu 12. kafla um matvælaöryggi er þar gott dæmi. Ísland hefur fylgt ströngum takmörkunum á innflutningi lifandi dýra og hráu ófrosnu kjöti. Jafnframt hafa verið hafðar uppi varnir gegn plöntusjúkdómum vegna viðkvæmrar flóru landsins. Þetta er gert til vernda heilsu manna og dýra og er algjörlega óumdeild og nauðsynleg ráðstöfun. Þá bregður svo við ekki má setja í samningsafstöðu Íslands afdráttarlausan texta um að slík opnun er ekki umsemjanleg af okkar hálfu. Með fullri virðingu fyrir hinum ýmsu vottorðum kemur ekkert í staðinn fyrir slíka varúð þegar verjast þarf innflutningi sjúkdóma eins og til dæmis hundaæðis eða gin- og klaufaveiki.“

Í þessum orðum ítrekar formaður bændasamtakanna þá stefnu samtakanna að heilbrigði dýra og plantna sé veitt öruggt pólitískt skjól í viðræðunum við ESB en ekki látið sitja við almennar og opnar yfirlýsingar.

Leiðaranum lýkur á þessum orðum:

„Almenningur verður að átta sig á að hagsmunagæsla Íslands er á brauðfótum. Það sjónarmið að segjast vilja gefa þjóðinni tækifæri á að kjósa um samning er hluti af sömu blekkingariðju og yfirborðskennd nálgun á hvað ESB-aðild þýðir fyrir íslenska þjóð. Þegar enga alvöru málsvörn og sókn virðist mega sækja fyrir íslenskum hagsmunum. Eða hvað vill þetta fólk að verði í þeim samningi sem leggja á fyrir þjóðina?

Ef ekki má skrifa og segja hvað er óumsemjanlegt af Íslands hálfu er tímbært að hætta aðildarferlinu. Það ættu allir að geta skilið sem vilja í raun vinna að hagsmunamálum lands og þjóðar.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS