Fréttir berast af því að SAS sem að verulegu leyti er í ríkiseigu eigi enn einu sinni í erfiðleikum með að fjármagna tap á rekstri sínum og hafi því gripið til hins sama ráðs og oft áður að skera niður útgjöld og draga úr þjónustu. Þegar sagt er frá vandræðum SAS grípur jafnan mikill ótti um sig í Kaupmannahöfn en Kastrup-flugvöllur er megintengiflugvöllur SAS og má segja að allar leiðir félagsins liggi um völlinn.
Jafnaðarmaðurinn Frank Jensen, yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, lýsti fimmtudaginn 1. nóvember áhyggjum sínum af framtíð SAS í viðtali við Jyllands-Posten. Hann taldi mikla hagsmuni Kaupmannahafnar í húfi. Hann hvetur til þess ríkisstjórnir hafi afskipti af málinu sem fulltrúar eigenda
„SAS er of mikilvægt fyrirtæki til að látið hjá líða að taka nauðsynlegar ákvarðanir um rekstur þess. Það yrði risavaxið verkefni að fylla í skarðið sem yrði ef SAS hættir að nota Kaupmannahöfn sem tengipunkt,“ segir Jensen.
Blaðið segir að þeir sem hafi sérþekkingu á flugrekstri taki undir orð yfirborgarstjórans. SAS gegni lykilhlutverki. Að vísu ekki SAS heldur flugumsvifin segir Martin Hvidt Thelle, hjá Copenhagen Economics.
„Þetta snýst ekki um hvort SAS á hlut að máli heldur um Kastrup sem tengiflugvöll. Það gefur starfseminni sérstakt gildi. Það þýðir að við berjumst í öðrum flokki en við annars gerðum, að við búum við betri samgöngur en stærð okkar réttlætir. Það hefur SAS tryggt í mörg ár og það hefur gefið svæðinu aukið gildi. Sinni SAS þessu hlutverki ekki áfram munu aðrir láta að sér kveða,“ segir hann.
Michael Svane hjá DI Transport segir:
„Hin sögulega staðreynd er að vegna alþjóðaflugs SAS og hlutverks Kaupmannahafnarflugvallar sem norræns tengivallar er borgin samgöngumiðstöð. Fyrir atvinnulífið skipta þessi samgönguumsvif sköpum. Áhyggjur okkar eru að Kaupmannahöfn glati þessu hlutverki sem alþjóðleg norræn tengistöð eigi SAS ekki lengur hlut að máli. Þetta er mikil áskorun. Það hlýtur að vera kappsmál þeirra sem beinna hagsmuna hafa að gæta og fyrirtækisins að takast á við þetta.“
Hann telur að Kastrup muni bjarga sér hvað sem verði um SAS en átökin verði grimm hverfi félagið skyndilega af vettvangi. Rekja má 40% af umferð um Kaupmannahafnarflugvöll til starfsemi SAS.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.