Mánudagurinn 27. júní 2022

Íberíuskagi lamast í fyrsta sinn vegna verkfalla - andstaða gegn aðgerðum í nafni ESB


14. nóvember 2012 klukkan 11:03

Verkalýðsfélög hafa samræmt allsherjarverkföll á Spáni og í Portúgal miðvikudaginn 14. nóvember til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda sem gripið er til að sigrast á skuldavanda evru-landanna. Samgöngur hafa stöðvast, flugvélum verið lagt og skólum lokað. Er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem gripið er til samræmdra aðgerða af þessu tagi á Íberíuskaga.

Lögregla heldur uppi gæslu vegna verkfalla.

Aðgerðirnar eru ekki bundnar við Spán og Portúgal því að á Ítalíu og Grikklandi leggja einnig margir niður vinnu. Samtök evrópskra verkalýðsfélaga, European Trade Union Confederation (ETUC), en Alþýðusamband Íslands á aðild að þeim, hafa lýst 14. nóvember sem „Evrópudag aðgerða og samstöðu“ .

Í Belgíu ætla járnbrautarstarfsmenn að láta í ljós samstöðu með því stöðva lestarferðir. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar í þessum löndum segja að strangar aðhaldsaðgerðir og niðurskurður á fjárlögum auki á vanda launþega og komi í veg fyrir að sigrast sé á efnahagsvandanum innan ESB

Hér á landi hafa forystumenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) til skamms tíma verið aðaltalsmenn aðildar Íslands að ESB og meðal annars fært þau rök fyrir máli sínu að íslenskum launþegum sé betur borgið með evru en íslensku krónunni. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur verið óþreytandi að flytja þennan boðskap og ekki síður Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Fernando Toxo, leiðtogi stærsta verkalýðsfélags Spánar, Comisiones Obreras, segir að samstaða félaga innan ESB sýni „sögulegan viðburð í nafni hreyfingarinnar innan Evrópusambandsins“.

Á Spáni er atvinnuleysi nú meira en 26% og yfir 50% hjá ungu fólki (18 til 25 ára). Um 22% spænskra launþega eru í verkalýðsfélögum og um 25% af 5,5 milljón vinnufærra manna í Portúgal þar sem ríkisstjórnin glímir við æ meiri andstöðu vegna efnahagsaðgerða.

CGIL, stærsta verkalýðsfélagið á Ítalíu, hefur hvatt til að vinna verði lögð niður í nokkrar klukkustundir um land allt. Lestir og ferjur munu stöðvast og skólum verður lokað.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS