Mánudagurinn 25. janúar 2021

„Þjóð­félags­legt neyðarástand í Suður-Evrópu“-Harkaleg átök milli mótmælenda og lög­reglu

Yfir 9 milljónir lögu niður vinnu á Spáni í gær-stuðningsaðgerðir um alla Evrópu


15. nóvember 2012 klukkan 07:57
Til mótmæla kom í Aþenu sunnudaginn 11. nóvenber 2012 þegar fjárlög ársins 2013 voru samþykkt á þingi.

Verkalýðsfélögin á Spáni telja, að yfir 9 milljónir launþega hafi lagt niður vinnu í gær, þegar mikil mótmæli voru um alla Suður-Evrópu og Mið-Evrópu að hluta til gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í evruríkjunum sérstaklega. Þetta kemur fram í spænska dagblaðinu El País í dag. Atvinnulífið á Spáni lamaðist að mestu. Lögreglan girti þinghúsið í Madrid af en átök brutust út þegar mótmælendur gerðu tilraun til að rjúfa þær girðingar. Um 110-118 manns voru handteknir um land allt, 40 aðrir særðust, þar af 18 lögreglumenn. Í Madrid fannst sprengiefni á karli og konu, þar á meðal benzín og naglar og flugeldar. Allar hafnir á Spáni voru lokaðar. Þyrlur flugu lágt yfir mannfjöldanum í Madrid. Í Portúgal telja verkalýðsfélög að þátttaka í allsherjarverkfalli hafi verið um 90%. Verkalýðsfélögin á Spáni krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um aðhaldsaðgerðir.

Brezka dagblaðið Guardian segir að um hafi verið að ræða einhver mestu mótmæli sem sögur fari af um alla Evrópu gegn aðhaldsaðgerðum, sem stjórnað sé frá Þýzkalandi. Milljónir hafi tekið þátt í mótmælunum og í hverri borginni á fætur annarri á strönd Miðjarðarhafsins hafi verið mótmælagöngur og mótmælendum slegið saman við lögreglu. Til átaka hafi komið, sérstaklega í Madrid og í nokkrum borgum á Ítalíu. Í Madrid hafi lögreglan notað gúmmíkúlur, í Pisa hafi mótmælendur tekið skakka turninn yfir og á Sikiley hafi verið kveikt í bílum. Aðalritari samtaka verkalýðsfélaga í Evrópu sagði við Guardian að um væri að ræða þjóðfélagslegt neyðarástand í Suður-Evrópu.

Þátttaka í mótmælum í Aþenu var minni en venjulega og segir Guardian skýringuna á því tveggja daga verkfall í síðustu viku.

Myndbönd, sem fréttastofur hafa birt á vefsíðum sínum sýna harkaleg átök á milli lögreglu og mótmælenda í mörgum borgum, m.a. í Madrid og Lissabon.

Í norðurhluta Evrópu kom til mótmæla, sem Guardian segir að hafi verið stuðningsaðgerðir við mótmælin í suðurhluta álfunnar. Nokkur þúsund hafi safnast saman við Brandenborgar-hliðið í Berlín og mótmælendur hafi verið á ferð í Belgíu og Frakklandi.

Stúdentar voru í forystu á Ítalíu. Í Napólí og Brescia lögðu þeir undir sig járnbrautarteina, í Genúa var aðgangi að ferjum lokað. Í Padúa særðust tveir lögregluþjónar. Í Bologna tóku um tíu þúsund manns þátt í mótmælagöngu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS