Mánudagurinn 25. janúar 2021

„Ţjóđ­félags­legt neyđarástand í Suđur-Evrópu“-Harkaleg átök milli mótmćlenda og lög­reglu

Yfir 9 milljónir lögu niđur vinnu á Spáni í gćr-stuđningsađgerđir um alla Evrópu


15. nóvember 2012 klukkan 07:57
Til mótmæla kom í Aþenu sunnudaginn 11. nóvenber 2012 þegar fjárlög ársins 2013 voru samþykkt á þingi.

Verkalýđsfélögin á Spáni telja, ađ yfir 9 milljónir launţega hafi lagt niđur vinnu í gćr, ţegar mikil mótmćli voru um alla Suđur-Evrópu og Miđ-Evrópu ađ hluta til gegn ađhaldsađgerđum stjórnvalda í evruríkjunum sérstaklega. Ţetta kemur fram í spćnska dagblađinu El País í dag. Atvinnulífiđ á Spáni lamađist ađ mestu. Lögreglan girti ţinghúsiđ í Madrid af en átök brutust út ţegar mótmćlendur gerđu tilraun til ađ rjúfa ţćr girđingar. Um 110-118 manns voru handteknir um land allt, 40 ađrir sćrđust, ţar af 18 lögreglumenn. Í Madrid fannst sprengiefni á karli og konu, ţar á međal benzín og naglar og flugeldar. Allar hafnir á Spáni voru lokađar. Ţyrlur flugu lágt yfir mannfjöldanum í Madrid. Í Portúgal telja verkalýđsfélög ađ ţátttaka í allsherjarverkfalli hafi veriđ um 90%. Verkalýđsfélögin á Spáni krefjast ţjóđaratkvćđagreiđslu um ađhaldsađgerđir.

Brezka dagblađiđ Guardian segir ađ um hafi veriđ ađ rćđa einhver mestu mótmćli sem sögur fari af um alla Evrópu gegn ađhaldsađgerđum, sem stjórnađ sé frá Ţýzkalandi. Milljónir hafi tekiđ ţátt í mótmćlunum og í hverri borginni á fćtur annarri á strönd Miđjarđarhafsins hafi veriđ mótmćlagöngur og mótmćlendum slegiđ saman viđ lögreglu. Til átaka hafi komiđ, sérstaklega í Madrid og í nokkrum borgum á Ítalíu. Í Madrid hafi lögreglan notađ gúmmíkúlur, í Pisa hafi mótmćlendur tekiđ skakka turninn yfir og á Sikiley hafi veriđ kveikt í bílum. Ađalritari samtaka verkalýđsfélaga í Evrópu sagđi viđ Guardian ađ um vćri ađ rćđa ţjóđfélagslegt neyđarástand í Suđur-Evrópu.

Ţátttaka í mótmćlum í Aţenu var minni en venjulega og segir Guardian skýringuna á ţví tveggja daga verkfall í síđustu viku.

Myndbönd, sem fréttastofur hafa birt á vefsíđum sínum sýna harkaleg átök á milli lögreglu og mótmćlenda í mörgum borgum, m.a. í Madrid og Lissabon.

Í norđurhluta Evrópu kom til mótmćla, sem Guardian segir ađ hafi veriđ stuđningsađgerđir viđ mótmćlin í suđurhluta álfunnar. Nokkur ţúsund hafi safnast saman viđ Brandenborgar-hliđiđ í Berlín og mótmćlendur hafi veriđ á ferđ í Belgíu og Frakklandi.

Stúdentar voru í forystu á Ítalíu. Í Napólí og Brescia lögđu ţeir undir sig járnbrautarteina, í Genúa var ađgangi ađ ferjum lokađ. Í Padúa sćrđust tveir lögregluţjónar. Í Bologna tóku um tíu ţúsund manns ţátt í mótmćlagöngu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS