Mánudagurinn 18. janúar 2021

Varnaðarorð vegna efnahagsframvindu í Þýskalandi - spáð er stöðnun eða samdrætti


15. nóvember 2012 klukkan 09:58

Hagvöxtur í Þýskalandi var 0,2% í júlí til september 2012. Þessi nýja tala frá þýsku hagstofunni sýnir að vöxtur er minni í öflugasta hagkerfi ESB en áður og er samdrátturinn rakinn til skuldavandans á evru-svæðinu.

Fjármálahverfið í Frankfurt.

Á öðrum ásrfjórðungi 2012 var vöxturinn 0,3% og 0,5% á hinum fyrsta. Destastis, þýska hagstofan, segir að vöxtin megi einkum rekja „til erlendrar eftirspurnar“.

Í Frakklandi jókst verg landsframleiðsla um 0,2% á þriðja árfjórðungi miðað við annan ársfjórðung en Insee, franska hagstofan, segir 0,1% samdrátt hafa verið á fyrri ársfjórðungum 2012.

Umsvif á sviði vöru og þjónustu jukust í Frakklandi „eftir fimm ársfjórðunga stöðnun“ sagði Insee.

Chirstian Schultz, hagfræðingur við Barenberg-banka, sagði við BBC að tölurnar frá Frakklandi og Þýskalandi væru betri en vænst hefði verið. Hann benti þó á að tölurnar vísuðu til liðins tíma. Nú beindist athygli að fjórða árfjórðungi 2012 og tölur sem mætti skoða um framvindu á líðandi stundu lofuðu ekki góðu.

Jörg Krämer, greinandi hjá þýska Commerzbank, sagði Reuters að líklega mundi verða samdráttur í Þýskalandi á næstunni og efnahagslífið næði sér ekki á strik að nýju fyrr en á síðari helmingi næsta árs. Gustav Horn, hagfræðingur hjá Macroeconomic Policy Institute (IMK), sagði Reuters að Þjóðverjar kynnu ef til vill að verða að horfast í augu við samdrátt þar sem nýjar tölur sýndu að þýsk fyrirtæki hefðu hætt að fjárfesta í framleiðslutækjum.

Þýska ríkisstjórnin breytti þjóðhagsspá sinni fyrir árið 2013 fyrir skömmu og lækkaði spá um hagvöxt úr 1,6% í 1% vegna samdráttar á evru-svæðinu og minni hagvaxtar í Asíu og Suður-Ameríku.

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi óx um 4,2% árið 2010 og 3% árið 2011.

Greiningardeild Natixis-banka segir að neiðkvæðar hagtölur síðustu vikna og mánaða gætu bent til samdráttar í stað vaxtar. Þjóðverjar hafa almennt staðið best að vígi gagnvart vandanum sem steðjar að evru-þjóðunum 17. Þeir hafa hagnast af veikri stöðu evrunnar. Hún hefur auðveldað þeim samkeppni á alþjóðamörkuðum. Einkaneysla hefur ekki minnkað í Þýskalandi og sömu sögu er að segja um samneyslu.

Í súðustu viku birtust tölur sem sýna að 0,3% samdráttur var á Spáni á þriðja ársfjórðungi og 0,8% í Portúgal. Grikkir tilkynntu mánudaginn 12. nóvember að miðað við sama tíma í fyrra væri samdráttur í ár 7,2%. Þar kom ekki fram hver staðan væri milli ársfjórðunga á árinu 2012.

Heimild: BBC og dw.de

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS