Wolfgang Hölscher-Obermaie, ræðismaður Þýskalands í Þessalóníki í Norður-Grikklandi, varð fyrir árás mótmælenda á leið til fundar að morgni fimmtudags 15. nóvember. Óeirðalögregla kom á vettvang en enginn var handtekinn.
Ræðismaðurinn ætlaði að ganga inn í byggingu þar sem efnt var til fundar um samskipti Grikkja og Þjóðverja þegar borgarstarfsmenn sem mótmæltu niðurskurði stjórnvalda réðust á hann. Þeir hrintu honum og skvettu síðan á hann vatni og kaffi. Lögregla kom ræðismanninum til hjálpar.
Nokkrir mótmælendur ruddust síðan inn í húsið þar sem fundurinn var haldinn án þess að valda tjóni segir á vefsíðu DW. Þar kemur fram að mótmælin megi rekja til þess að Hans Joachim Fuchtel, sérlegur sendimaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara hafi verið kynntur sem ræðumaður á honum.
Fuchtel sem er vara-atvinnumálaráðherra Þýskalands hafði sagt á blaðamannafundi að grísk sveitarfélög ættu að fækka starfsmönnum sínum. Hann á að hafa sagt að það þyrfti þrisvar sinnum fleiri Grikki til að sinna ákveðnum verkefnum en Þjóðverja.
Fréttastofan DW segir að þessi atlaga gegn þýska embættismanninum í Þessalóníki sýni vaxandi óvild í Grikklandi í garð þýsku ríkisstjórnarinnar. Margir telja hana undirrót þess harðræðis sem fólk megi þola í Grikklandi. Þegar Angela Merkel heimsótti Aþenu í október fóru tugir þúsunda manna út á götur til að mótmæla komu hennar. Sumir báru spjöld með myndum af Merkel í gervi Adólfs Hitlers.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.