Mánudagurinn 27. júní 2022

SAS: Taugastríð milli stjórnar og starfsmanna um framtíð félagsins - frestur lánardrottna að miðnætti


18. nóvember 2012 klukkan 19:53

Undir kvöld sunnudaginn 18. nóvember magnaðist orðrómur um að slitnað hefði upp úr viðræðum um framtíð SAS-flugfélagsins. Danmarks Radio sagði að viðræðurnar gengju „verulega illa“. Frestur til að kynna leið til að leysa fjárhagsvanda félagsins rennur út á miðnætti 18. nóvember. Stjórn félagsins fékk „tilboð“ frá starfsmönnum að morgni sunnudags en undir kvöld hafði hún ekki svarað því og lýsa forráðamenn starfsmanna undrun sinni yfir því.

Síðla dags hélt Fritz Schur, stjórnarformaður SAS, til Stokkhólms frá Kastrup-flugvelli þar sem viðræðurnar höfðu farið fram í höfuðstöðvum SAS. Dagens Nyheter í Stokkhólmi að Schur og samstarfsmenn hans ætluðu að ræða við fulltrúa bankanna sem hafa sett SAS ströng skilyrði vegna framlengingu lána til félagsins.

Stjórnarformaðurinn hafði setið fund með fulltrúum starfsmanna SAS en lausnin á skuldavanda félagsins er meðal annars reist á lækkun launa og eftirlauna. Talið er að Schur ætli að skýra bönkunum frá svari starfsmanna og hve langt þeir séu reiðubúnir að teygja sig gagnvart stjórn félagsins.

Í fjölmiðlum eru vangaveltur um að Stokkhólmsför stjórnarformannsins sé liður í taugastríði og til að árétt að náist ekki samkomulag verði starfsemi SAS hætt. Þá segir að gefin hafi verið fyrirmæli um að fylla eldsneytisgeyma allra flugvéla SAS svo að þær geti komist til heimavallar en strandi ekki á flugvöllum erlendis verði SAS gjaldþrota á miðnætti.

Flugfólk fékk einnig auka-dagpeninga svo að það gæti gist erlendis lengur en ella ef starfsemi SAS stöðvaðist.

Danmarks Radio sagði klukkan 18.00 að dönskum tíma að flugmenn hefðu lagt fram síðasta „tilboð“ sitt sem sagt er að feli í sér að laun verði lækkuð um 10% og vinnutími aukinn um 15%. Með þessu koma flugmennirnir á móts við það sem stjórn SAS telur best til þess fallið að bjarga félaginu. lækka laun og auka vinnu. Ekki er ljóst hvort „tilboð“ flugmanna dugar til að bjarga fjárhag SAS.

Stjórnendur SAS kynntu mánudaginn 12. nóvember áform um að lækka rekstarkostnað um þrjá milljarða SEK. Eigi þetta markið að nást verður að fækka um 800 manns á skrifstofum félagsins. Laun hinna 9.000 manna sem starfa áfram hjá félaginu verða að lækka um 12 til 15% og vaktir verða lengri en áður.

Fyrir utan þennan sparnað í rekstri er ætlunin að selja eignir SAS fyrir þrjá milljarða SEK, þar er um að ræða þjónustufyrirtæki, fasteignir og aðrar eignir sem raska ekki kjarnastarfseminni. Flugfélagið Widerøe í Noregi verður einnig selt.

Hætti SAS starfsemi sinni verða afleiðingarnar miklar ekki síst í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Alls munu 15.000 manns missa vinnuna, tugþúsundir farseðla verða ógildir og rúmlega 200 flugvélum verður lagt. Fjölmiðlar segja að enginn geti í raun áttað sig á hverjar hliðarverkanir stöðvunar SAS verða.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS