Stuðningur við Sjóræningjaflokkinn í Þýzkalandi fer dvínandi að sögn Deutsche-Welle. Ein ástæðan er sú, að flokkurinn á í erfiðleikum með að útskýra stefnu sína gagnvart ungu fólki. Fréttastofan segir að flokkurinn eigi ekki uppruna sinn í Þýzkalandi heldur Svíþjóð, þar sem „Piratpartiet“ hafi verið stofnað í janúar 2006. Sjóræningjaflokkurinn berst fyrir frelsi á netinu, gagnsæi og mannréttindum.
Sjóræningjaflokkurinn í Þýzkalandi telur að öll þekking, sem orðið hafi til í heiminum eigi að vera öllum aðgengileg. Flokkurinn segir að þeir sem hafi „einokun“ á efni svo sem útgefendur eigi að koma upp nýjum samskiptaháttum við rithöfunda, listamenn, lesendur, hlustendur og áhorfendur. Jafnframt eigi menntun að vera ókeypis svo og almannasamgöngur. Ríki eigi líka að tryggja lágmarkstekjur.
DW segir að, þegar talsmenn flokksins hafi verið spurðir hvernig þeir ætli að ná þessum markmiðum hafi þeir oft svarað: Við vitum það ekki enn. Þessi barnalega hreinskilni hafi opnað augu stjórnmálafræðinga fyrir nýrri tegund stjórnmálamanna, sem hafi náð til fólks. Sumir af stuðningsmönnum flokksins viðurkenna að þeir þurfi að finna betri lausnir. Formaður flokksins segir að stjórnmálin þurfi að vera öllum auðskiljanleg.
Skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn njóti nú 4% fylgis. Það dugar ekki til að fá þingmenn kjörna.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.