Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Bresku blöðin bera lof á David Cameron fyrir festu gegn eyðsluklóm í Brussel - Stál-Cam segir The Sun


24. nóvember 2012 klukkan 17:46
David Cameron

Lof er borið á David Cameron, forsætisráðherra Breta, í breskum blöðum laugardaginn 24, nóvember vegna framgöngu hans á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel fimmtudag og föstudag 22. og 23. nóvember þar sem hann hélt fast í kröfu um niðurskurð á langtíma-fjárlögum ESB. Götublaðið The Sun kallar hann „Cam of Steel“ – Stál-Cam.

„Forsætisráðherrann ber höfuðið hátt við komuna frá Brussel,“ segir The Sun og einnig:

„Hann neitaði að hverfa frá kröfunni um óbreytt fjárlög eða niðurskurð á ESB-fjárlögunum. Hann sýndi stálvilja. Gott hjá honum.

Það er rétt sem forsætisráðherrann sagði, í Brussel búa menn í eigin heimi þar sem ókjörnir embættismenn fitna þegar íbúar aðildarríkjanna kveinka sér undan aðhaldsaðgerðum.

Samskipti Breta við Brussel eru komin á örlagaríkt stig. Það er búið að hafa nógu lengi fé af okkur og við viljum ekki láta rýja okkur inn að beini.“

Deilur ESB-leiðtoganna snúast um rúmlega 1.000 milljarða evru fjárlagatillögur ESB-framkvæmdastjórnarinnar.Bretar ganga lengst í kröfum um lækkun á þeim.

Breska blaðið The Independent sagði að allir kæmu leiðtogarnir frá Brussel sem sigurvegarar. Það sagði að Cameron hefði haldið tímanlega af stað til Brussel þar sem hann hitti Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, og forsætisráðherrann hefði gætt orða sinna, hann hefði ekki vegið að ESB og sagt að Bretar væru ekki einir á báti. Hann hefði sýnt að hann hefði lært hvernig ætti að tala á leiðtogafundi ESB án þess að valda þar uppnámi. Blaðið segir:

„Augljóst er að menn hafa skoðað hug sinn. Þegar notaður er kvarði og metið hvort Brussel-fundurinn hafi verið góður eða hörmulegur eftir því hvernig Bretar hafa haldið á spilunum í áranna rás er þessi leiðtogafundur ekki svo slæmur, hvorki fyrir Evrópu né þótt óvenjulegt sé fyrir Bretland.“

The Daily Mail sagði að það bæri að færa Cameron innilegar þakkir fyrir að hafa reynt að knýja hina eyðslusömu ESB-elítu til að átta sig á hlutunum eins og þeir eru. Hvarvetna stæðu menn með niðurskurðarhnífinn við gerð fjárlaga og tekjur heimilanna minnkuðu einnig. „Gætum samt varúðar, hin hrokafulla, sérgóða og ábyrgðarlausa ESB-elíta sættir sig sjaldan við að vera svarað með nei,“ segir blaðið.

The Guardian sagði að innan ESB væru menn vanir að sigla á milli skers og báru til að ná samkomulagi, nú væri munurinn hins vegar sá að ríkisstjórnir aðildarlandanna vissu ekki eins vel og áður hvar þær hefðu kjósendur þegar ESB bæri á góma. „Þegar ekkert samkomulag er í loftinu innan ESB getur hann [Cameron] talað hófsamri röddu. Hann á þó ekki að búast við að hann njóti þeirrar heppni lengi,“ segir The Guardian.

The Daily Telegraph sagði að innan ESB væru menn þegar teknir til við að skella skuldinni á einhvern: „Hinn eiginlega sökudólg er ekki að finna meðal einhverra ríkisstjórna aðildarlandanna, sökudólgurinn er sjálf framkvæmdastjórn ESB. Henni tókst ekki að leggja fram raunhæfar tillögur um sparnað. Það er þetta skeytingarleysi í garð langþjáðra skattgreiðenda sem er í raun opinbert hneyksli,“ segir The Daily Telegraph.

The Daily Mirror sem styður Verkamannaflokkinn ávítaði Cameron: „Forsætisráðherra okkar er einangraður án margra bandamanna. Cameron sem lítur á tap sem sigur sýnir ótrúlegan skort á framsýni og vangetu til að semja á árangursríkan hátt,“ The Daily Mirror

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS