Michael Gove, menntamálaráðherra Breta, ætlar að láta rannsaka stjórnsýslu hjá sveitarstjórn sem lét fjarlægja þrjú fósturbörn af heimili þeirra af því að sveitarstjórnin hafði áhyggjur af aðild fósturforeldranna að flokki sjálfstæðissinna í Bretlandi, UKIP; sem berst gegn aðild Breta að Evrópusambandinu. Andúð UKIP á fjölmenningarsamfélaginu réð ákvörðuninni.
Rotherham sveitarstjórnin segist einnig ætla að láta rannsaka hvernig staðið var að þessari ákvörðun en auk menntamálaráðherrans hefur Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, gagnrýnt brottflutning barnanna af fósturheimili þeirra.
Gove sagði ákvörðun í nafni sveitarstjórnarinnar „óverjanlega“ og hann mundi sjálfur kynna sér málið. Sveitarstjórnin viðurkennir að börnin sem eru evrópskir innflytjendur hafi verið ánægð hjá hjónunum sem ekki hafa verið nafngreind og ekki sé á neinn fundið að því hvernig að þeim hafi verið búið.
Félagsmálastarfsmenn sveitarfélagsins sögðu að þeir hefðu haft áhyggjur af „menningarlegum og þjóðernislegum“ þörfum barnanna vegna aðildar hjónanna að UKIP. Gove sagði að starfsmennirnir hefðu tekið „ranga ákvörðun á rangan hátt og á röngum forsendum“. Ráðherrann sakaði Rotherham um að senda „hroðaleg skilaboð“. Ráðherrann sagði:
„Ástæður yfirvalda í Rotherham fyrir að neita fjölskyldunni um að hafa börnin í fóstri eru óverjanlegar. Hugmyndafræðin að baki ákvörðuninni er beinlínis skaðleg fyrir börnin. Víð eigum ekki að láta þjóðernisleg eða menningarleg sjónarmið koma í veg fyrir að börn fái að dveljast hjá umhyggjusömum og vönduðum fjölskyldum.“
Fósturforeldrarnir sem búa í Suður-Yorkshire hafa fóstrað um 12 börn – öll frá þjóðernislegum minnihlutahópum – sögðu við The Daily Telegraph að félagsmálastarfsmennirnir hefðu sakað þau um að vera í „rasista-flokki“.
Nigel Farage, leiðtogi UKIP, lýsti ákvörðun sveitarstjórnarinnar sem „algjöru hneyksli“ og „pólitískum fordómum af verstu gerð“.
Rætt var við Joyce Thacker, stjórnanda barna- og unglingamála í sveitarstjórninni, í BBC. Hún sagðist verða að gæta menningarlegra og þjóðernislegra þarfa barnanna. Hún hefði sætt gagnrýni dómara fyrir að gera það ekki nógu vel. Hún var spurð hvers vegna aðild hjónanna að UKIP hefði verið vandamál. Thacker sagði:
„Við verðum til dæmis að líta til ótvíræðra yfirlýsinga um að binda enda á fjölmenningarstefnu. Þessi börn eru ESB-innflytjendur og UKIP hefur sent frá sér skýrar yfirlýsingar um að binda eigi enda á fjölmenningarsamfélagið, það eigi ekki að þróast, og ég verð að huga að hve viðkvæm mér ber að vera í þágu þessara barna.“
Hún sagði að ekki væri um að ræða neina gagnrýni á umhyggjuna sem börnunum hefði verið sýnd. Hún mundi ekki standa í vegi þeirra sem falið yrði að rannsaka málið.
Fósturmóðirin sagði við The Daily Telegraph að hún hefði spurt félagsmálastarfsemina hvers vegna þátttaka í UKIP skipti máli.
„Þá svaraði einn þeirra: “Nú, UKIP fylgir rasistastefnu„. Gefið var til kynna að við værum rasistar. [Félagsmálastarfsmaðurinn] sagði að UKIP væri í nöp við evrópskt fólk og vildi að það hyrfi allt af landi brott heim til eigin landa.“
Verkamannaflokkurinn hefur meirihluta í sveitarstjórninni. Ed Miliband, leiðtogi flokksins, hefur gagnrýnt flokksmenn sína fyrir þessar ákvarðanir.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.