Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, mun í næstu viku flytja ræðu á fundi forystumanna í bresku atvinnu- og viðskiptalífi sem vilja vinna að nýskipan mála innan ESB og hvetja til þess að Bretar segi ekki skilið við ESB heldur leitist við að sitja þar við háborðið og komi að töku meginákvarðana. Einangrun muni valda Bretum efnahagslegu tjóni og minnka áhrif þeirra á alþjóðavettvangi.
Frá þessu er sagt á vefsíðu The Guardian laugardaginn 24. nóvember og minnt á að þeim fjölgi meðal áhrifamanna í Íhaldsflokknum sem vilji að Bretar fjarlægist kjarnann innan ESB. Blaðið segir að markmið Blairs verði að hvetja áhrifamenn í viðskiptalífinu til að stöðva fráhvarfið frá ESB áður en það verði um seinan.
Sagt er að meginrök Blairs verði að aðild að ESB hafi ekki áður skipt meira máli fyrir Breta en nú þegar Kínverjar, Indverjar, Brasilíumenn og Rússar sæki fram sem ógnvekjandi keppinautar. Náinn samstarfsmaður Blairs segir: „Eftir stríð voru rökin fyrir nánu samstarfi Evrópuþjóða tengd áhuga á að tryggja frið og útiloka stríð, hann mun nú benda á að á 21. öld ráði samstarf innan Evrópu úrslitum um hvort álfan hafi áhrif eða sé áhrifalaus.“
Blair mun færa rök fyrir því að ESB kynni „grand plan“ – stóráætlun – um tilgang sinn og verkefni, sannfæri þjóðirnar um að þær geti aðeins staðist nýja og erfiða samkeppni frá efnahagslegum stórveldum með því að standa saman. Hann mun benda á tölur sem sýna að 47% útflutnings Breta fer til ESB-ríkja og 50% beinna fjárfestinga komi frá ESB-löndum.
The Guardian segir að margir muni líta á ræðu Blairs sem lið í baráttu hans fyrir að fá lykilverkefni innan ESB en árið 2009 tókst honum ekki að ná kjöri sem forseti leiðtogaráðs ESB þegar Herman Van Rompuy var valinn til að gegna embættinu. Vinir Blairs segja að hann sé enn þeirrar skoðunar að ESB sé í vanda vegna skorts á virkri forystusveit og of oft láti menn undir hjá líða að kynna „big vision“ – stóra framtíðarsýn. Myndin af ESB í huga fólks mótist um of af ágreiningi um innri skipulagsmál og umbætur.
Fréttum um væntanlega ræðu Blairs var komið á flot eftir að slitnaði upp úr fjárlagaviðræðum leiðtoga ESB föstudaginn 23. nóvember.
Sir Roger Carr, formaður atvinnuvegsamtakanna CBI, sagði fyrir nokkrum dögum að ESB-aðild Breta væri „skotpallur“ fyrir mörg alþjóðaviðskipti. „Hvað sem líður áhuga almennings á að hverfa frá aðild verða atvinnurekendur og stjórnmálamenn að verja brúna til Evrópu af staðfestu,“ sagði hann.
Innan Verkamannaflokksins gera menn sér vonir um að með aðstoð Blairs kunni þeim að takast að mynda bandalag með áhrifamönnum í atvinnu- og viðskiptalífi til að berjast fyrir ESB-málstað bæði í aðdraganda næstu þingkosninga og ef komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-tengsl Breta.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.