Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Ögmundur Jónasson segir síðari tilmæli Huangs Nubos afgreidd út af borðinu - Huang er nú „öskureiður“


3. desember 2012 klukkan 16:09
Sigurður Bogi
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni mánudaginn 3. desember að enginn þyrfti að efast um að síðari tilmælum Huangs Nubos um leigu á Grímsstaða á Fjöllum hefði verið hafnað. Málið væri út af borðinu, þessi tilraun Huangs væri út af borðinu. Þá sagði hann að háttalag Huangs gagnvart íslenskum yfirvöldum væri „byrjað að vera dálítið leiðigjarnt“ en stjórnvöld tækju „faglega“ á málinu. Enginn þurfi að velkjast í vafa um niðurstöðuna. Huang segist ekki hafa fengið nein svör frá Íslandi.

Huang Nubo, eigandi Beijing Zhongkun Investment Group Co, kínverski auðmaðurinn sem hefur augastað á Grímsstöðum á Fjöllum, sagði í frétt sem birtist á vefsíðu Bloomberg sunnudaginn 2. desember að hann sé ekki hættur við áform sín á Íslandi þótt honum hafi verið ýtt til hliðar í annað sinn.

Huang segir að íslenska ríkisstjórnin hafi ekki beðið sig um að leggja fram frekari upplýsingar eða að senda inn að nýju beiðni um að taka á leigu og þróa land á Íslandi. Nubo segist ekki vita hvaða fleiri upplýsingar séu nauðsynlegar og að sér hafi ekki verið settur neinn frestur.

„Ég er öskureiður (very angry) og leiður yfir því hve slæmt fjárfestingarumhverfi er á Íslandi,“ sagði Huang í símaviðtali í Peking í dag [sunnudag 2. desember] segir á vefsíðu Bloomberg. „Ég mun ekki draga umsókn mína til baka fyrst. Ég ætla frekar að bíða og láta þá segja að þeir vilji ekki fjárfestingu mína.“

Huang Nubo

Þá er í frétt Bloomberg sagt að ráðherranefnd á Íslandi hefði ekki getað tekið lokaákvörðun um umsókn Huangs vegna skorts á upplýsingum sem tengdust áformum milljarðamæringsins um að leigja land, hann verði að sækja um að nýju til að ríkisstjórnin geti tekið afstöðu til málsins.

Bloomberg vekur athygli á að Huang sé með áform um að fjárfesta fyrir 200 milljónir dollara á Íslandi og hann hafi sagt 2. desember að hann ætli ekki að breyta þeirri fjárhæð. Í júlí hefði Huang sagt að hann hefði tryggt sér leigusamning vegna landsins.

Þá segir á Bloomberg:

„Hinn 56 ára gamli maður hafði ætlað sér að þróa ferðaþjónustustað og fjallagarð á Íslandi og þetta yrði stökkpallur vegna fjárfestinga í nágrannalöndum þar á meðal Danmörku og Svíþjóð eins og hann hafi sagt á síðasta ári. Verkefnið á Íslandi mundi ekki gefa mikið í aðra hönd en yrði gott fyrsta skref í norrænni áætlun fyrirtækisinns sagði Huang í dag.

„Það er ríkisstjórn Íslands sem bauð mér að fjárfesta; ef til vill hefði ég ekki átt að vera rómantískur heldur varkár,“ sagði Huang sem er félagi í rithöfundasamtökum Kína og hefur gefið út nokkrar ljóðabækur. Huang hefur einnig gefið 1 milljón dollara til að stofna menningarsjóðinn Kína-Ísland.

Hann ætlar að endurskoða afstöðu sína til fjárfestingarumhverfis á Norðurlöndum verði áformum hans á Íslandi endanlega hafnað.

Milljarðamæringurinn sem á eignir í Kaliforníu og Tennessee er kunnur fyrir að hafa stutt við endurreisn 200 ára gömlu þorpanna Xidi og Hongcun við Huangshan-fjall í Anhui-héraði í austurhluta Kína, þorpin eru nú á heimsminjaskrá UNESCO. Á vefsíðu Beijing Zhongkun er skýrt frá byggingum og rekstri fyrirtækisins á ferðamannastöðum nálægt þorpunum.

Tekjur Beijing Zhongkun á árinu 2011 námu 321 milljón dollurum.“

Heimild: Bloomberg

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS