Álitsgjöfum í Bandaríkjunum er nóg boðið þegar þeir velta fyrir sér yfirlýsingu Michelle Obama forsetafrúar um að þau hjónin hefðu komið fyrir 54 jólatrjám í Hvíta húsinu. „54! Það eru mörg tré,“ sagði forsetafrúin sigri hrósandi.
Bent er á að þetta séu næstum 50% fleiri jólatré en síðasta ára. Það hafi verið á þeim tíma þegar Barack Obama hafi verið tekinn til við að búa sig undir kosningar. Nú hafi hann náð endurkjöri og verði næstu 49 mánuði í embætti.
Þá er bent á að nú séu skuldir Bandaríkjanna 16,3 þúsund milljarðar dollara og auk 54 jólatrjáa hafi Michelle Obama látið setja þúsundir jólaskrautmuna í opinbera sali Hvíta hússins. Margir þessara muna séu til heiðurs Bo, hundi Obama-fjölskyldunnar, hann virðist nú helsta jólatákn forsetafjölskyldunnar. Þá sé þarna einnig að finna jólaskraut sem börn í skólum í herstöðvum Bandaríkjanna hafi gert.
Frú Obama segir að um 90.000 gestir hafa skoðað skreytingar hennar í Hvíta húsinu á síðasta ári. Um þessi jól verða forsetahjónin hins vegar ekki í húsinu. Talið er að þau verði á Hawaii frá 17. desember til 6. janúar 2013.
.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.