Miđvikudagurinn 1. desember 2021

Leitađ logandi ljósi ađ nýjum formanni evru-ráđherrahópsins


5. desember 2012 klukkan 16:32

Jean-Claude Juncker, forsćtisráđherra Lúxemborgar, ćtlar hverfa úr formennsku í evru-ráđherrahópnum 31. janúar 2013. Unniđ er hörđum höndum ađ ţví ađ finna eftirmann hans. Wolfgang Schäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, er ekki lengur talinn líklegastur til ađ setjast í formannsstólinn. Í ţýskum fjölmiđlum er sagt ađ Pierre Moscovici, fjármálaráđherra Frakklands, kunni ađ taka viđ formennskunni.

Wolfgang Schäuble og Pierre Moscovici

Juncker hefur gegnt formennsku í evru-hópnum í átta ár. Hann er fyrsti formađur hópsins en vill nú fá tóm til ađ einbeita sér ađ störfum sínum sem forsćtisráđherra. Ekki er lengur lagt ađ Juncker ađ halda áfram, ţó herma fregnir ađ hann kunni ađ gegna formennskunni í enn eitt ár náist ekki samkomulag um eftirmann hans.

Kosningar verđa í Ţýsklandi í september 2013 og óvíst hvort Schäuble haldi áfram sem fjármálaráđherra eftir ţćr. Hann hefur ekki áhuga á ađ taka ađ sér formennskuna í skemmri tíma en eitt ár.

EUobserver segir ađ ekki sé víst ađ Schäuble sé stuđningsmađur ţess ađ Moscovici taki ađ sér formennskuna. Ţađ hafi versnađ sambandiđ milli ráđherranna tveggja vegna ágreinings um ađgerđir í ţágu Grikkja á undanförnum vikum. Ţeir deili um hvernig haga skuli bankaeftirliti á vegum ESB. Ţá telji Ţjóđverjar ađ stjórn franskra ríkisfjármála sé ekki á ţann veg ađ rétt sé ađ auka álag á fjármálaráđherra landsins.

The Financial Times Deutschland segir ađ Angela Merkel Ţýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti hafi samiđ um ţađ í haust ađ fyrst yrđi fjármálaráđherra Frakklands formađur hópsins og síđan ţýski fjármálaráđherrann. Ţetta hefur hins vegar ekki fengist stađfest í Berlín og Moscovici segist ekki vita hvađan ţetta sé komiđ.

Í austurríska dagblađinu Kurier er sagt frá hugleiđingum um ađ Werner Faymann, kanslari Austurríkis, ţjálfađur hagfrćđingur, kunni ađ verđa kallađur í formennskuna sem málamiđlun. Hann er jafnađarmađur sem kynni ađ róa Frakka ţótt hann fylgi ađhaldsstefnu í ríkisfjármálum. Ríkisstjórn Austurríkis hefur löngum haldiđ fram ţeirri skođun ađ forsćtisráđherra eđa forseti ćtti ađ taka viđ af Juncker, forsćtisráđherra Lúxemborgar, sem formađur evru-hópsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS