Ráðherraráð ESB telur að nú nálgist „úrslitastig“ í aðlögunarviðræðunum við Ísland, til þessa hafi hraðinn í viðræðunum endurspeglað aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Schengen-samstarfinu. Ráðið áréttar að Íslendingar verði að samþykkja allan lagabálk ESB í viðræðunum, innleiða hann og hrinda í framkvæmd áður en til aðildar kemur. Þeir telja aðild Íslands mikilvæga vegna norðurslóðastefnu ESB. Þá leggja ráðherrarnir áherslu á að haldið verði áfram kynningarstarfi til að „stuðla að upplýstri almennri umræðu um aðlögunarferli Íslands og samruna með ESB“. Stækkunardeild ESB stendur að baki Evrópustofu hér á landi í þessum tilgangi.
Utanríkis- og Evrópuráðherrar ESB-ríkjanna ræddu stöðu stækkunarmála ESB á fundi í Brussel 10. og 11. desember á grundvelli framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá október 2012.
Ráðherrarnir fagna hinni góðu framvindu í aðlögunarviðræðunum við Ísland á liðnu ári og segja að af gangi þeirra megi eins og áður ráða hve Íslendingar standi nærri ESB vegna aðildar að evrópska efnhagssvæðinu (EES) og Schengen-samstarfinu og hve stjórnsýsla sé góð í landinu. Þeir vekja hins vegar athygli á að nú séu viðræðurnar að komast á meira úrslitastig (decisive phase). Jafnframt vaxi sameiginleg hagsmunatengsl ESB og Íslands, þar á meðal á sviði endurnýjanlegra orkulinda og loftslagsbreytinga og þegar litið sér til strategísks mikilvægis norðurslóðastefnu ESB (strategic importance of the EU's Arctic
policy).
Ráðherrarnir telja að aðild Íslands sé báðum aðilum til hagsbóta og þeir vilja að unnið sé áfram að viðræðunum í samræmi við það sem segir í viðræðuramma ESB, Íslendingar verði að standa víð skuldbindingar sínar í samræmi við EES-samninginn og taka verði m. a. fullt tillit til þess sem fram komi í niðurstöðum leiðtogaráðs ESB frá 17. júní 2010. Ráðherrarnir árétta að aðlögunarviðræðurnar miða að því að Íslendingar samþykki lagabálk ESB í heild og tryggi fulla innleiðingu og framkvæmd hans við aðild þar sem tillit sé tekið til eigin framlags Íslands og viðræðuramma ESB.
Ráðherrarnir eru sáttir við framvindu íslenskra efnahagsmála og bata þeirra inn á við. Íslendingar ættu að geta tekist á við þrýsting vegna samkeppni og markaðsöfl innan ESB á næstu árum svo framarlega sem haldið verði áfram að takast á við núverandi viðfangsefni með hæfilegum efnahagsaðgerðum og kerfisbreytingum.
Í samræmi við mótaða stefnu um stækkun ESB fagna ráðherrarnir að áfram verði unnið að kynningarmálum til að stuðla að upplýstri almennri umræðu um aðlögunarferli Íslands og samruna með ESB.
Í almennum kafla þessarar ályktunar ráðherraráðsins um stækkun ESB er lögð áhersla á að umsóknarríkjum verði gerð grein fyrir hinum víðtæku breytingum séu að verða á stjórn efnahagsmála innan ESB og hve mikill samruni hafi nú þegar orðið á þessu sviði. Þá er þvi fagnað að framkvæmdastjórn ESB ætli stig af stigi að hefja eftirlit með stjórn efnahagsmála í umsóknarríkjum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.