Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Húsleit í Deutsche Bank vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti


12. desember 2012 klukkan 17:12

Lögregla hefur gert húsleit í bækistöðvum Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, í nokkrum borgum í leit að sönnunargögnum um skattsvik og peningaþvætti sem tengist kolvetnisskatti ESB. Annar tveggja aðalstjórnenda bankans er nú til rannsóknar.

Deutsche Bank skýrði frá því miðvikudaginn 12. desember að Jürgen Fitschen aðalforstjóri og Stefan Krause aðalfjármálastjóri væru til rannsóknar vegna hlutdeildar í skattsvikum og peningaþvætti.

Athygli þýskra saksóknara beinist að þessum tveimur mönnum af því að þeir rituðu undir skattskýrslu Deutsche Bank árið 2009 segir í yfirlýsingu bankans. Uppi eru grunsemdir um að þá hafi starfsmenn Deutsche Bank tekið þátt í skattsvikum í tengslum við viðskipti með kolvetnisvottorð ESB. Bankinn segir að skattskýrslunni hafi verið breytt innan lögmætra tímamarka en ákæruvaldið sé annarrar skoðunar.

Alls tóku um 500 lögreglumenn þátt í leit í húsakynnum Deutsche Bank í Frankfurt, Berlín og Düsseldorf og alls voru 25 starfsmenn sakaðir um skattsvik og peningaþvætti segir í tilkynningu frá embætti yfirsaksóknara. Fimm voru handteknir fyrir tilraun til að hindra sakamálarannsókn.

Árið 2010 var efnt til sakamálarannsóknar vegna aðildar Deutsche Bank að alþjóðlegum skattsvika hring sem sakaður var um að selja kolvetnisheimildir í gegnum bankann.

Hringurinn keypti útblástursheimildir erlendis án þess að greiða virðisaukaskatt og seldi síðan heimildirnar innan hópsins í Þýskalandi sem gerði kaupendum kleift að krefjast endurgreiðslu á virðisaukaskatti á ólögmætan hátt.

Saksóknara grunar að innan Deutsche Bank leynist meiri upplýsingar sem snerta þessi svik. Í desember 2011 dæmdi þýskur dómstóll sex menn – þrjá Breta, tvo Þjóðverja og Frakka – í fangelsi fyrir 300 milljón evru skattsvik. Þá gagnrýndi dómari Deutsche Bank fyrir hlut hans í afbrotinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS