Angela Merkel Þýskalandskanslari fagnaði í þingræðu að morgni fimmtudags 13. desember að fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna hefðu nokkrum klukkustundum áður komist að samkomulagi um um evrópskt bankaeftirlit. Þá hvatti hún til þess að Grikkir fengju langþráða fjárhagslega fyrirgreiðslu en fjármálaráðherrar evru-ríkjanna ákváðu á fundi um svipað leyti og Merkel flutti ræðu sína að Grikkir fengju 34,3 milljarða evra til ráðstöfunar.
Merkel flutti ræðu í neðri deild þýska þingsins (Bundestag) áður en hún hélt á ESB-leiðtogafund í Brussel. Hún sagði: „Það er ekki unnt að hafa nógu sterk orð um gildi þess að fjármálaráðherrar evru-ríkjanna skyldu í nótt hafa komist að niðurstöðu um lagalega umgjörð og ramma sameiginlegrar eftirlitsstofnunar með bönkum.“
Hún flutti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sérstakar þakkir og sagði að „meginkröfur“ þýsku stjórnarinnar hefðu náð fram að ganga, gert væri ráð fyrir „skýrum aðskilnaði“ á milli ábyrgðar Seðlabanka Evrópu (SE) á peningamálastjórn annars vegar og eftirliti hins vegar.
„Eftirlitið verður takmarkað skipulega við mikilvæga banka,“ sagði hún. Frakkar og aðrir vildu að allir 6.000 bankar innan ESB féllu undir eftirlitið. Þjóðverjar lögðust gegn því og vildu til dæmis ekki að það næði til sparisjóða eða héraðsbanka í Þýskalandi. Nú er talið að 150 til 200 bankar falli undir eftrilitið.
Hið flókna samkomulag fjármálaráðherranna er mikilvægt skref til bankasambands innan ESB. Markmiðið er að unnt verði að taka á málum banka í vanda á skipulegan og sameiginlegan hátt án þess að þeir íþyngi ríkissjóði viðkomandi lands. Ákvarðanir bankaeftirlitsins leiði til þess að unnt verði að endurfjármagna banka úr stöðugleikasjóði evrunnar, ESM. Bankar sem ekki falla undir hið sameiginlega eftirlit sæta eftirliti stofnana þar sem þeir starfa.
Nýja sameiginlega bankaeftirlitið, Single Supervisory Mechanism (SSM), starfar í Frankfurt undir eign stjórn innan vébanda Seðlabanka Evrópu, í nánum tengslum við Evrópsku bankastofnunina, European Banking Authority (EBA) í London. Þá verða fjármálaeftirlit einstakra ríkja ESB einnig tengd starfseminni í Frankfurt. Bretar, Svíar og Tékkar ætla ekki að eiga aðíld að eftirlitinu en þeir eru aðilar að Evrópsku bankastofnuninni. George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sagði eftir ESB-ráðherrafundinn að hagsmunir Breta væru tryggðir og sjálfstæði ákvarðana bankastofnunarinnar.
Í ræðu sinni í þýska þinginu nefndi Merkel ýmislegt sem áunnist hefði í baráttunni við kreppuna á evru-svæðinu undanfarin þrjú ár en sagði að enn yrði að grípa til ýmissa aðgerða til að allur vandi yrði örugglega að baki.
„Okkur hefur miðað verulega langt á leiðinni til stöðugleika og styrks í Evrópu en við megum ekki láta við það sitja sem áunnist hefur. Enn er mikið verk óunnið til að ávinna Evrópusambandinu traust að nýju,“ sagði kanslarinn.
Hún sagði að auka þyrfti efnahagslega samhæfingu innan evru-svæðisins og lagði til að á fyrri helmingi 2013 mundu menn koma saman innan ESB til að kanna hvernig ná ætti þessu marki á skipulegan og viðunandi hátt. Hún sagði að það yrði „góður árangur“ á leiðtogafundi ESB sem hefst í Brussel síðdegis fimmtudaginn 13. desember og lýkur föstudaginn 14. desember ef menn kæmu sér þar saman um vegvísi að þessu markmiði.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.