Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Le Monde: Sameiginlegt banka­eftirlit ESB er stórt stökk til samruna


13. desember 2012 klukkan 14:23

Franska blaðið Le Monde sem kemur út um hádegisbil í París birti fimmtudaginn 13. desmeber leiðara um bankaefirlit ESB og fer hann hér í lauslegri þýðingu:

Í Evrópu grípa menn oft til úrræða sem hafa yfir sér tæknilegt yfirbragð. Að sameina kol og stál árið 1950 gat virst dularfullt samkomulag milli þeirra sem stjórnuðu evrópskum iðjuverjum. Þar var hins vegar um að ræða mikilvægt pólitískt úrræði sem leiddi til þess að það varð „tæknilega útilokað“ fyrir Frakka og Þjóðverja að heyja stríð sín á milli að nýju og lagður var grunnur að samrunaþróun í Evrópu sem verður ekki stöðvuð.

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.

Þetta á einnig við um bankasambandið sem ákveðið var að stofna á fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna 27 aðfaranótt fimmtudags 13. desember. Í þessari ákvörðun felst stórt skref sem miðar að því að útiloka, ekki stríð, heldur að evran deyi.

Eftir að stofnaður var, árið 2010, sameiginlegur evrópskur sjóður til að hjálpa ríkjum í erfiðleikum leitast Evrópumenn nú við að leiðrétta aðra villu sem var gerð með Maastricht-sáttmálanum: hættuna sem steðjar að efnahags- og myntsamstarfinu vegna vandræða banka.

Á sínum tíma datt engum í hug að íhlutun fjármálamarkaða og lánastofnana yrði á þann veg að vegna hennar mundi ríki sem ræður yfir 2% af efnahag ESB – Grikkland – valda því að allt evru-svæðið riðaði til falls.

Við þessar björgunaraðgerðir hefur Evrópa lent í vítahring: eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Lehman Brothers varð gjaldþrota 2008 hafa ríki orðið að endurfjármagna banka og hafa stofnað til skulda; bankarnir sem njóta ekki lengur trausts hafa keypt skuldabréf útgefin af yfirskuldugum ríkjum. Við þetta bætist síðan fasteignabólan, ríkissjóðshalli og minnkandi samkeppnishæfni Evrópu: að lokum vissi enginn hvort hann mundi endurheimta fé sitt.

Þegar spænsku bankarnir virtust ætla að falla, vorið 2012, varð hugmyndin um bankasamband að viðfangsefni: til að bjarga sjálfum sér urðu Evrópumenn, sem kreppan þjakaði ekki, að dæla peningum beint inn í stofnanir á leið í greiðsluþrot. Þjóðverjar vildu skiljanlega að Seðlabanki Evrópu (SE) hefði eftirlit með lánastofnunum. Fyrsta skrefið í þessa átt hefur nú verið stigið. Frá og með 1. mars 2014 verða allir evrópskir bankar undir eftirliti SE, þeim sem hefur verið hjálpað verða það frá árinu 2013.

Eftirlitið er ekki annað en fyrsta skref og því á að fylgja evrópskt kerfi til að hafa stjórn á kreppu og bregðast við henni. Það verður eins viðkvæmt að stíga næsta skref. Þar á meðal fyrir Frakka: þótt ráðamenn í París sætti sig við vald seðlabankastjóra Frakklands þegar hann krefst sameiningar tveggja franskra banka sem orðið hefur á í messunni er ekki víst að þeir eigi eins auðvelt með að slík ákvörðun sé tekin í Frankfurt [þ.e. í Seðlabanka Evrópu]. Næst verður mál á borð við Kerviel-Sociéte génerale tekið til meðferðar í Frankfurt [Kerviel var starfsmaður bankans Sociéte génerale sem skapaði honum mikinn vanda]. Það er verulegt skref.

Þriðja skrefið er að koma á fót sameiginlegu evrópsku tryggingakerfi fyrir innistæðueigendur. Með því yrði bankasambandið fullkomnað. Það er æskilegt en í Berlín vilja menn það ekki. Það er langt undan, eins langt og sambandsríki Evrópu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS