Þýskur risatogari, Maartje Theadora, hefur verið færður til frönsku hafnarborgarinnar Cherbourg við Ermarsund föstudaginn 14. desember og verður skipstjórinn ákærður fyrir ólöglegar veiðar. Franska blaðið Le Monde segir að aldrei hafi sambærilegt mál risið vegna veiða við strendur Frakklands.
Blaðið segir að togarinn sé oft kallaður „ryksuga hafsins“ enda sé hann 141 metri að lengd og þar sem eitt stærsta fiskiskip í heimi, um borð er 57 manna áhöfn. Skipstjórinn er sakaður um að hafa brotið gegn evrópskum reglum bæði vegna fisks sem hafi verið veiddur og aðferða sem beitt hafi verið veiðarnar.
Franska varðskipið Thémis stöðvaði veiðar skipsins 11. desember innan efnahagslögsögu Frakklands 25 til 30 km undan Antifer-höfða. Um borð voru 3.980 lestir af fiski þar af 2.000 lestir af smáfiski sem féll ekki að reglum ESB. Skipstjórinn er sakaður um veiðar með of litlum möskva.
Westbank Hochseefischerei GmbH, dótturfyrirtæki Doggerbank Seefischerei GmbH, á togarann og lögfræðingar þess leita samkomulags við saksóknara í Cherbourg. Eigandanum er kappsmál að togarinn komist sem fyrst úr höfn. Talið er líklegt að ákvörðun um málsmeðferð verði tekin mánudaginn 17. desember.
Doggerbank Seefischerei GmbH hafnar ásökunum franskra yfirvalda. Fyrirtækið segir að rekja megi rannsókn á veiðum skipsins til þess að rangar upplýsingar um möskvastærð hafi verið skráðar í dagbók skipsins.
Le Monde segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Maartje Theadora sæti gagnrýni vegna ásakana um ólöglegar veiðar. Í mars hafi félagar í Greenpeace stöðvað skipið þegar það var að veiðum undan strönd Máritaníu. Innan Greenpeace líta menn á skipið sem tákn um græðgi Evrópumanna sem fari ránshendi um heimshöfin.
Hollenska fyrirtækið Parlevliet & Van Der Plas B.V er móðurfyrirtæki þýsku fyrirtækjanna og heldur togaranum Maartje Theadora úti á veiðum og einnig öðrum stórum verksmiðjutogara Abel Tasman en honum var í september bannað að veiða undan ströndum Ástralíu.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.