Catherine Ashton, barónessu og utanríkisráðherra ESB, hefur verið falið að semja áætlun um leiðir fyrir Evrópusambandið til að láta meira af sér kveða á alþjóðvettvangi jafnt í stjórnmálum sem hermálum.
Leiðtogaráð ESB samþykkti á fundi sínum í Brussel föstudaginn 14. desember að í september á næsta ári skyldi Ashton leggja fram skýrslu um leiðir til að styrkja og virkja betur borgaralega og hernaðarlega krafta innan ESB. Þá var einnig samþykkt að hún ætti að kalla fulltrúa aðildarríkjanna til verksins svo að unnt yrði að draga sem skýrasta mynd af sameiginlegum hernaðarmætti ríkjanna.
Í Jyllands-Posten er bent á laugardaginn 15. desember að Danir leggi mikla áherslu á samvinnu í varnarmálum en þeir geti hins vegar ekki komið að þessari skýrslugerð á vegum Ashton vegna fyrirvara af þeirra hálfu um þátttöku í hernaðarsamstarfi á vettvangi ESB.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, sagði við blaðið eftir leiðtogafundinn: „Vegna fyrirvara okkar í varnarmálum geta Danir ekki tekið þátt í miklu af því sem samþykkt var á fundinum.“
Blaðið segir að innan ESB ríki óánægja með störf Ashton. Henni hafi mistekist að láta að sér kveða í nafni ESB út við. Stóru ríkin innan ESB og stjórnendur stofnana ESB leggi áherslu á að sambandið þrói sameiginlega stefnu í utanríkis- og varnarmálum.
Herman Van Rompuy sagði eftir fund leiðtogaráðsins að margt mælti með aukinni áherslu á samstarf í varnarmálum:
„Viðfangsefni Evrópu í öryggismálum hafa aukist á síðari árum,“ sagði hann og vísaði til að stríðið í Líbíu hafi beint athygli að „ýmsum gloppum sem nauðsynlegt er að loka“.
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lagði einnig áherslu á stefnuna í varnarmálum:
„Þegar litið er á framtíð Evrópusambandsins og hlutverk þess á 21. öldinni er ekki aðeins mikilvægt að þróa sameiginlega utanríkisstefnu heldur einnig sameiginlega stefnu í varnar- og öryggismálum.“
Áður en leiðtogafundurinn hófst tók Angela Merkel Þýskalandskanslari af skarið um að Evrópusambandið ætti að auka áhrifamátt sinn með sameiginlegri stefnu í varnar- og öryggismálum.
Danir knúðu fram samþykki innan ESB við fyrirvara sínum í varnarmálum fyrir 20 árum. Ríkisstjórn landsins hefur hvað eftir annað sagt að nú á tímum skaði það hagsmuni landsins að þessi fyrirvari sé í gildi. Hann verður hins vegar ekki afnuminn nema það sé samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Thorning-Schmidt telur ekki rétt að ganga til hennar núna:
„Við munum ekki hefja umræður um afnám fyrirvaranna á þessari stundu. Það er mjög margt á döfinni innan ESB og ég held að best sé að ró ríki um evrópska verkefnið áður en efnt er til atkvæðagreiðslu um fyrirvarana.“
Í vor er ætlunin að birta ítarlega skýrslu um stöðu Danmerkur innan Evrópusambandsins.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.