Talið er að um 180-200 úlfar séu á ferð í Finnlandi, þar af 90-110 í austurhluta landsins, aðallega í Kainuu, Norður-Salvo og Norður-Karelíu. Nú hafa stjórnvöld gefið út leyfi til að drepa tvo þessara úlfa í námunda við bæinn Juuka í austurhluta landsins vegna þess að úlfarnir hafa drepið hunda á því svæði. Sjö hundar hafa verið drepnir frá því í október, þar af tveir veiðihundar.Svo virðist sem úlfarnir ráðist nú frekar á hunda en elgdýr. Frá þessu segir Alaska Dispatch.
Þá er vitað um einn úlf á ferð við Pieksamaki (sem er 20 þúsund manna bær), sem drepið hefur hund á því svæði. Úlfurinn er með staðsetningartæki, sem sett var á hann. Hann fer um á næturna á takmörkuðu svæði en hefur ekki sést þótt hægt sé að fylgjast með ferðum hans.
Í frétt Alaska Dispatch kemur fram, að úlfar hafa ekki drepið mann í Finnlandi frá árinu 1882.
Frétt vefmiðilsins um þetta mál er hluti af samstarfi opinberra aðila og fjölmiðla um frásagnir af norðurslóðum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.