Svissneski risabankinn UBS sendi miðvikudaginn 19. desember frá sér tilkynningu um að hann hafi samþykkt að greiða um 1,5 milljarða dollara til breskra, bandarískra og svissneskra eftirlitsstofnana til að losna undan frekari málarekstri vegna ásakana um að bankinn hafi svindlað við ákvarðanir um libor-millibankavexti.
Bankinn sagði að þessi ákvörðun hefði í för með sér 2,2 til 2,7 milljarða dollara tap á síðasta fjórðungi þessa árs. Libor-vextir eru til viðmiðunar í fjölda fjármálasamningum um heim allan. Þegar fréttir bárust frá Bretlandi um að „fiktað“ hefði verið við vextina spillti það mjög fyrir fjármálafyrirtækjum í City of London.
UBS er stærsti bankinn í Sviss. Sektin sem UBS greiðir er meira en þrisvar sinnum hærri en sektin sem Barclays banki í Bretlandi greiddi í júní. Bankinn var einn af tólf fjármálastofnunum sem sættu rannsókn fyrir að beita blekkingum við ákvörðun vaxta.
UBS er fyrsti bankinn sem skýrir frá niðurstöðum rannsókna á „fikti“ við Libor-vextina. Þá er unnið að rannsókn á starfsaðferðum Royal Bank of Scotland og Deutsche Bank.
Sergio Ermotti, forstjóri UBS, sagði í yfirlýsingu sinni:
„Við þessar rannsóknir komumst við að því að nokkrir starfsmenn bankans höfðu brotið af sér. Slíkir starfshættir eru í andstöðu við gildi UBS hinar ströngu siðferðilegar kröfur sem við gerum til allra starfsmanna.“
UBS hefur samþykkt að játa sekt í sakamáli sem höfðað verður á hendur bankanum í Bandaríkjunum vegna starfshátta í japönsku útibúi UBS. Af hálfu UBS er lögð áhersla á að bankinn hafi starfað náið með yfirvöldum vegna þessa máls og gripið hafi verið til aðgerða til að bæta úr því sem miður hefur farið.
„Við hörmum mjög þessa óhæfilegu og ósiðlegu hegðun,“ sagði Ermotti. „Enginn hagnaður skiptir meira máli en álit viðkomandi fyrirtækis og okkur er mikið í mun að stunda viðskipti á heiðarlegan hátt.“
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.