Írar ætla að hraða aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið þegar þeir taka við forsæti í ráðherraráði ESB eftir áramótin sagði fréttastofa ríkisútvarpsins miðvikudaginn 19. desember. Þá ætla þeir einnig að hleypa nýjum krafti í aðildarviðræðurnar við Tyrki sem hafa legið í láginni um nokkurt skeið.
„Við stefnum að því að hraða aðildarviðræðum við Ísland og hleypa nýjum krafti í viðræðurnar við Tyrki,“ sagði Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands. Þessi afstaða ráðherrans til viðræðna við Ísland kemur á óvart í ljósi þess sem fram hefur fyrr á þessu ári um afstöðu írsku ríkisstjórnarinnar til aðildarviðræðnanna með vísan til ágreinings um makrílveiðarnar.
„Írska ríkisstjórnin hefur hert á baráttu sinni gegn sjávarútvegsstefnu Íslendinga og sagt að umsókn þeirra um aðild að ESB kunni að verða stöðvuð láti þeir undir höfuð leggjast að leysa ágreininginn vegna vaxandi makrílveiða þeirra,“ sagði Arthur Beesley, Evrópufréttaritari The Irish Times í Brussel, í blaðinu 20. mars 2012.
Í fréttinni sagði að aðildarríki ESB hefðu19. mars 2012 stigið skref til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiðanna. Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, hefði sagt að deilan vegna veiðanna kynni að spilla almennt fyrir því að viðræður um sjávarútvegsmál við Íslendinga hæfust.
Írska ríkisstjórnin teldi að stórauknar makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga jafngiltu rányrkju á verðmætasta fiskistofni Íra í andstöðu við alþjóðalög.
Í frétt The Irish Times sagði að írski ráðherrann hefði ekki sagt afdráttarlaust að Írar myndu standa gegn því að sjávarútvegskaflinn yrði opnaður í aðildarviðræðunum við Íslendinga þegar ráðherrar ræddu málið í apríl. Coveney hefði hins vegar sagt að ekki væri unnt að hefja raunhæfar viðræður um sjávarútvegsmál án þess að deilan yrði leyst.
„Við viljum að þetta mál verði leyst og það er umtalsvert opið sár sem verður að loka áður en við getum hafið alvöru viðræður um sjávarútvegskaflann,“ sagði írski ráðherrann við blaðamenn í Brussel. „Ég er ekki að tala um neitunarvald eða eitthvað í þá veru en ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að “flagga„ þessu máli.“
Coveney sagði að sjónarmið Íra nytu stuðnings Breta, Spánverja, Portúgala, Frakka og Þjóðverja í ráðherraráði ESB. Hann áréttaði að hann styddi heilshugar aðild Íslands að ESB, Írar ættu margt sameiginlegt með Íslendingum og kynnu að eignast þar bandamann innan sambandsins.
„Vegna þessa máls er hins vegar mjög erfitt fyrir ESB að opna sjávarútvegskaflann í góðri trú þar sem óljóst er um niðurstöðu í jafnmikilvægu máli og makrílkrísunni eins og ég vil kalla deiluna,“ sagði ráðherrann. „Ég hef ekki farið fram á annað en þetta, annað en að segja að eigi að ræða um sjávarútvegsmál í góðri trú í aðildarviðræðunum við Íslendinga sé erfitt að gera það án þess að fyrir liggi samkomulag um makrílinn því að það setur svip sinn á viðræðurnar.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.