Bandaríska skipafyrirtækið Royal Caribbean International hefur gert samning um smíði risa-skemmtiferðaskips við STX France. Skipið á að afhenda á miðju ári 2016 og þá er einnig fyrirvari í samningnum um smíði annars skips sem yrði afhent á miðju ári 2018. Frá þessu var skýrt að kvöldi fimmtudags 27. desember.
Í skipasmíðastöðinni í Saint-Nazaire á Atlantshafsströnd Frakklands hafa mörg fræg skemmtiferðaskip verið smíðuð, má þar nefna Normandie (1935), France (1960) og Queen-Mary 2 (2002). Stöðin hefur verið verkefnalaus frá því að fjármálakreppan hófst á árinu 2008.
Talið er að það taki tíu milljón vinnustundir sem dreifast á þrjú ár að smíða nýja skipið að smíðinni koma 2.100 starfsmenn STX France og 4.000 undirverktakar. Stöðin hefur verið verkefnalaus í eitt ár og það lá fyrir að henni yrði lokað fengi hún ekki nýtt stórverkefni. Hinn sögulegi, nýi samningur gjörbreytir stöðunni.
Nýja skipið verður eitt hið stærsta sem nokkru sinni hefur verið smíðað í Saint-Nazaire, 361 metra langt og 47 metra breytt.
Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakka, var á sínum tíma þingmaður fyrir Loire-Atlantique-kjördæmið á Atlantshafsströnd Frakklands, hann fagnaði nýja smíðasamningnum og sagði hann til marks um „frábæra hæfni Frakka í skipasmíðum“. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakka, sagði að samninginn mætti meta á meira en milljarð evra.
Laurent Castaing, forstjóri STX France, sagði föstudaginn 28. desember að smíðasamningurinn og fyrirvari um smíði annars tryggði ekki aðeins atvinnu þeirra sem nú störfuðu í stöðinni, líklega þyrfti að ráða fleiri til starfa.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.