Stjórnlagaráð Frakklands hefur lýst lög um 75% hátekjuskatt ógild. Lögin voru meðal helstu baráttumála François Hollandes Frakklands og sósíalistaflokks hans. Í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í maí 2012 og þingkosningarnar í júní 2012 hétu sósíalistar að leggja 75% skatt á þá sem hefðu meira en 1 milljón evra í árslaun. Skatturinn átti að koma til sögunnar árið 2013.
Sósíalistar kölluðu skattinn „sérstakt framlag til þjóðarsamstöðu“.
Stjórnlagaráðið sagði í úrskurði sem birtur var laugardaginn 29. desember að með skattinum væri „ekki viðurkennt jafnræði gagnvart opinberum byrðum“. Fjölskylda þar sem hver einstaklingur hefði 900.000 evrur í árstekjur slyppi við skattinn, væru aðstæður í fjölskyldu þannig að einn í henni hefði 1,2 milljónir evra í árstekjur en aðrir væru tekjulausir yrði að greiða 75% skattinn. Stjórnlagaráðið taldi þetta ekki í samræmi við það jafnræði sem ætti að gilda við innheimtu opinberra gjalda. Skattheimtan mundi ekki bitna nema á 1.500 manns. Reuters-fréttastofan segir að reiknað hafi verið með 300 milljóna tekjum ríkissjóðs af skattinum, hann hafi því einkum verið táknrænn.
Þá hafnaði ráðið einnig nýjum aðferðum við álagningu skattsins.
Álagning skattsins hefur orðið tilefni harðra deilna í Frakklandi og meðal annars leitt til þess að hin heimskunni franski leikari Gérard Depardieu ákvað að flytja til Belgíu og sækja um ríkisborgararétt þar.
Efnahagsstefna Hollandes hefur mótast af viðleitni til að skera ekki niður útgjöld ríkisins heldur hækka frekar skatta. 75% hátekjuskatturinn var hluti af fjárlögum fyrir árið 2013 sem sósíalistar samþykktu í desember.
Í tilkynningu franska forsætisráðuneytisins sagði að niðurstaða stjórnlagaráðsins ylli því að taka yrði málið upp að nýju við gerð næstu fjárlaga.
Laugardaginn 29. desember birti dagblaðið Ouest-France niðurstöðu í könnun á afstöðu Frakka til álagningar 75% skattsins og lýstu 60% stuðningi við hann og telja réttlátt að á tímum kreppu leggi hinir ríkustu verulega mikið af mörkum til hins opinbera. Andstöðu lýstu 40% sem telja skattinn of háan og hreki auðmenn og athafnamenn úr landi.
Stjórnlagaráðið taldi að nýtt 45% tekjuskattsstig stæðist stjórnarskrána.
Heimild: Le Figaro
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.