Fimmtudagurinn 29. október 2020

Depardieu fćr rússneskan ríkisborgararétt - varla upphaf flótta auđmanna til Rússlands segir Le Figaro


4. janúar 2013 klukkan 11:48

Á vefsíđu forsetaskrifstofu Rússlands í Kreml birtist fimmutdaginn 3. janúar tilkynning um ađ Gérard Xavier Depardieu fćddur í Frakklandi 1948 fái ađ eigin ósk rússneskan ríkisborgararétt.

Gérard Depardieu og Vladimir Pútín

Í Le Figaro föstudaginn 4. janúar segir ađ ţessi tilkynning veki ýmsar spurningar. Enginn verđi rússneskur ríkisborgari án lögheimilis í landinu og sannreynt sé ađ hann kunni rússnesku. Í lögum sé ađ vísu undantekning sem segi ađ víkja megi frá ákvćđum ţeirra sé um ađ rćđa einstakling međ „skipti sérstöku máli fyrir sambandsríkiđ Rússland“. Dmitri Peskov, talsmađur Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, sagđi fimmtudaginn 3. janúar ađ ţetta ćtti einmitt viđ um Gérard Depardieu, hinn heimskunna franska leikara

Depardieu nýtur mikilli vinsćlda í Rússlandi. Ţar er nefndur leikur hans í sjónvarpsmyndinni Raspútín eftir Josée Dayan ţar sem hann lék einmitt söguhetjuna sjálfa, Raspútín. Af hálfu rússnesku forsetaskrifstofunnar er ţví haldiđ fram ađ međ leik sínum í myndinni og „ögrandi og nýstárlegri túlkun“ hafi hann lagt mikiđ af mörkum til „ţróunar rússneskrar kvikmyndagerđar“. Ađ ţessi mynd sem sýnd var fyrir ári í Frakklandi skuli nefnd vekur nokkra undrun í Rússlandi ţar sem hún hefur ekki enn veriđ sýnd ţar. Myndin var gerđ í samvinnu Rússa og Frakka og ţátttaka Depardieus auđveldađi ađgang ađ höllum og mannvirkjum í St. Pétursborg sem almennt eru lokuđ fyrir kvikmyndagerđarmönnum.

Peskov sagđi fjölmiđlum ađ „fyrir skömmu“ hefđi Depardieu óskađ eftir ríkisborgararétti fyrir milligöngu sendiráđs Rússlands í París. Sendiráđiđ hefđi síđan tilkynnt honum ađ beiđni hans hefđi veriđ samţykkt.

Ađ kvöldi fimmtudags 3. janúar birti sjónvarpsstöđin Perviy Kanal í dagskrá sinni og á netinu bréf frá Gérard Depardieu til rússneskra fjölmiđla:

„Já, ég hef lagt fram ţessa beiđni um vegabréf og ţađ gleđur mig ađ hún hefur veriđ samţykkt. Ég dáist ađ landi ykkar, Rússlandi, íbúum ţess, sögu, rithöfundum.[…] Á sínum tíma var fađir minn kommúnisti, hann hlustađi á útvarp Moskvu! Ţađ er einnig hluti af menningu minni. […]Ég hef rćtt um ţetta viđ forseta minn, François Hollande. Ég hef sagt honum ţetta allt. Hann veit ađ mér er mjög hlýtt til forseta ykkar, Vladimirs Pútíns og ađ ţađ er gagnkvćmt. Og ég hef sagt honum ađ í Rússlandi sé mikiđ lýđrćđi og ţađ sé ekki land ţar sem forsćtisráđherrann umgangist borgaranna sem aumingja.“

Eftir ađ hafa vegiđ á ţennan hátt ađ Jean-Marc Ayrault, forsćtisráđherra Frakklands, nefnir Gérard Depardieu ađ sér líki ekki vel viđ stórborgir og kunni ţví ađ setjast ađ nálćgt Gosfilmofond, kvikmyndasafni Rússlands í Belye Stolby nokkra tugi kílómetra fyrir sunnan Moskvu. „Mér líđur vel innan um birkitré. Og ég ćtla ađ lćra rússnesku.“

Fyrir rúmum tveimur vikum lét Depardieu orđ falla um ađ Pútín hefđi sent sér vegabréf. Ţá sagđi Dmitri Peskov ađ ţetta hefđi leikarinn sagt „í gríni“. Viđhorfiđ breyttist hins vegar skömmu síđar ţegar Vladimir Pútin efndi til árlegs stór-blađamannafundar. Ţar sagđi forsetinn hann hefđi áhyggjur af „erfiđleikatíma “ hjá franska leikaranum sem hefđi veriđ „sćrđur“ af ríkisstjórn sinni. Forsetinn sagđi:

„Ég veit nákvćmlega – af ţví ađ ég hef viđ hann mjög vinsamlegt persónulegt samband ţótt viđ hittumst ekki oft – ađ hann lítur á sig sem franskan, ađ land hans er honum kćrt, menning ţess og saga. Ţađ gefur honum lífskraftinn. Ég er viss um ađ nú eru erfiđir tímar hjá honum og ég vona ađ ţeim ljúki. Óski Gérard eftir búsetuleyfi eđa vegabréfi mun ég taka óskina til vinsamlegrar athugunar vegna mannúđarsjónarmiđa.“

Le Figaro segir ađ ţetta sýni hvernig mál hafi ţróast. Pútín hafi opnađ dyrnar upp á gátt fyrir einum frćgum innflytjanda á sama tíma og hann lýsi yfir hertum ađgerđum til ađ stöđva straum ólöglegra innflytjenda til landsins.

Dmitri Rogozine, fyrrverandi sendiherra Rússa hjá NATO, segir ađ mál Depardieus kunni ađ skapa fordćmi og verđa til ţess ađ Rússar taki á móti öđrum auđmönnum sem flýi undan ofursköttum í heimalandi sínu. Í Rússlandi sé 13% flatur skattur. „Á Vesturlöndum vita menn lítiđ um skattalög okkar. Ţegar ţeir kynna sér ţau kann ţađ ađ leiđa til ţess ađ ríkir Evrópumenn streymi til Rússlands,“ segir sendiherra á Twitter-síđu sinni.

Le Figaro telur ólíklegt ađ Dmitri Rogozine verđi ađ ósk sinni og ekki sé heldur líklegt ađ Depardieu setjist ađ í Rússlandi. Hann yrđi ađ minnsta kosti fyrsti mađurinn sem gerđi ţađ vegna skattamála. Ţá er fréttunum um samskipti Pútíns og Depardieus ekki vel tekiđ af öllum í Rússlandi, til dćmis ekki kvikmyndaleikstjóranum Vladimir Menshov, sem hefur unniđ međ leikaranum og veriđ gestgjafi hans á kvikmyndahátíđum í Rússlani og Úkraínu. Hann segist hafa skömm á skattabralli. „Ţađ gerir hann ekki ađ rússneskum föđurlandsvini,“ segir leikstjórinn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS