Bretar hafa „full rök“ til að krefjast breytinga á ESB-aðild sinni sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretra, í BBC-viðtali við Andrew Marr sunnudaginn 6. janúar. Hann sagði að breytingar á sáttmálum ESB vegna nýrra stjórnarhátta á evru-svæðinu mundi ljúka upp dyrunum fyrir breytingum í þágu Breta.
„Á þessari stundu eru að verða miklar breytingar í Evrópu vegna tilvistar evrunnar. Evru-ríkin verða að taka upp nýtt kerfi til að mynt þeirra sé nothæf,“ sagði breski forsætisráðherrann og bætti við:
„Að þeir verði að breyta kerfinu þýðir að þeir eru að breyta eðli samtakanna sem við tilheyrum. Við höfum þess vegna full rök – ekki aðeins rök heldur fáum einnig tækifæri af því að þeir þurfa breytingar – til að óska sjálfir eftir breytingum.“
Á vefsíðunni EUobserver er minnt á að með viðtalinu í BBC hafi Cameron verið að búa sig og aðra undir ræðu sem hann ætlar að flytja í janúar þar sem hann kynnir viðræðuafstöðu sína gagnvart ESB. Þótt forsætisráðherrann vilji komast hjá því að leggja mál fyrir á þann veg að Bretar segi já eða nei um ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu á hann erfiðara um vik í því efni en áður vegna þrýstings innan eigin flokks, Íhaldsflokksins, þar sem ESB-andstaða magnast vegna fjármálakreppunnar og vaxandi stuðnings við flokk sjálfstæðissinna (UKIP). Nýjar kannanir sýna að 51% Breta vilja segja skilið við ESB en 40% eru hlynnt aðild.
Peter Mandelson úr breska Verkamannaflokknum sem á sínum tíma var viðskiptastjóri ESB skrifar grein í breska blaðið The Guardian þar sem hann lýsti afstöðu Camerons gagnvart ESB sem „efnahagslegu brjálæði“. Mendelson segir:
„Skilaboðin sem hann sendir umheiminum eru að við séum á leið frá innri markaði Evrópu og þeir sem fjárfesti í Bretlandi til að tryggja stöðu sína á þeim markaði verði að endurskoða hug sinn.“
EUobserver bendir á að Bretar hafi heimild innan ESB til að beita neitunarvaldi gegn öllum breytingum á sáttmálum ESB en Bretar verði jafnframt að hafa í huga að hvert hinna landanna 26 geti lagst gegn óskum Breta um aukin völd í eigin hendur og breytingu á sáttmálum ESB vegna þess. Meðal þess sem Cameron vill er að fjármálastofnanir í City of London þurfi ekki að lúta fjármálareglum ESB og að Bretar standi utan félagslegra skuldbindinga.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.