Fyrri umferð forsetakosninga í Tékklandi fara fram í dag. Vaclav Klaus, forseti, lætur af embætti snemma í marz. Þetta er í fyrsta sinn, sem Tékkar kjósa forseta í beinni kosningu. Fram að þessu hafa þeir verið kjörnir af þinginu.
Þeir frambjóðendur, sem njóta mests fylgis skv. könnunum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar. Annar er Milos Zeman, sem var forsætisráðherra 1998-2002 og er miðju-vinstri maður. Hann er gagnrýninn á regluverk ESB en segist vera hlynntur Bandaríkjum Evrópu og telur að Tékkar muni að lokum taka upp evru. Hinn er Jan Fischer, sem er gamall kommúnisti og var forsætisráðherra 2009 til 2010. Hann sér hliðstæður í stöðu Tékklands og Bretlands gagnvart ESB. Báðir hafa um fjórðung fylgis skv. könnunum.
Í október vann Kommúnistaflokkurinn sigur í sveitarstjórnarkosningum.
Financial Times segir að embættismenn í Brussel muni anda léttar, þegar Klaus hefur látið af embætti en hann hefur verið einn helzti gagnrýnandi þeirrar stefnu, sem samstarf Evrópuríkja hefur tekið á meginlandinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.