Fylgi við Peer Steinbrück, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD), heldur áfram að minnka. Ný könnun sem birt var föstudaginn 11. janúar sýnir að aðeins 36% eru ánægðir með störf hans. Hann keppir við Angelu Merkel (CDU) um kanslaraembættið í þingkosningum í september.
Könnun var birt í Die Welt og sýnir að ánægja með Steinbrück hefur minnkað um 12 stig, hvorki meira né minna, síðan í desember 2012. Aðeins 36% lýsa ánægju með hann en 65% með Angelu Merkel og hefur ánægja með hana aukist um 5 stig síðan í desember.
Næst Merkel að vinsældum eru flokksbræður hennar innan CDU: Thomas de Maizière (63%) varnarmálaráðherra og Wolfgang Schäuble (59%) fjármálaráðherra.
Allt að 45% Þjóðverja – þar á meðal 26% SPD-kjósenda – telja að SPD eigi að skipta um kanslaraefni.
Þegar Steinbrück var valinn kanslaraefni SPD í október naut hann álits hjá 59% kjósenda og var jafnan í öðru eða þriðja sæti í vinsældakeppni þýskra stjórnmálamanna. Neikvæð umræða um aukatekjur hans af ræðuflutningi hjá stórfyrirtækjum og öðrum hafa skaðað ímynd hans. Nú skipar hann 10. sæti á vinsældalistanum. Minnt er á að hann sé meira að segja óvinsælli en Guido Westerwelle utanríkisráðherra sem jafnan njóti lítils álits.
Eftir gagnrýni vegna aukatekna sinna þótti Steinbrück hlaupa á sig þegar hann tók að gagnrýna lág laun stjórnmálamanna auk þess sem hann lét orð falla um að Merkel fengi „kvenna-bónus“ í skoðanakönnunum.
Kannanir sýna að 82% Þjóðverja eru sammála skoðun Steinbrücks sem felst í orðunum: „Ég segi það sem mér sýnist“ þegar tekin eru við hann viðtöl, Þjóðverjum mislíkar hins vegar það sem hann hefur fram að færa.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.