Fimmtudagurinn 4. mars 2021

Fjármála­ráðherra Hollands verður formaður evru-ráðherrahópsins


21. janúar 2013 klukkan 18:34

Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands, var mánudaginn 21. janúar kjörinn formaður evru-ráðherrahópsins í stað Jean-Claude Junckers, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem gegnt hefur formennskunni í átta ár og gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Jeroen Dijsselbloem

Hinn nýi formaður hefur heitið því að berjast fyrir fleiri störfum á evru-svæðinu og draga úr atvinnuleysi. Hann kynnti sjónarmið sín í sex síðna bréfi sem hann sendi til annarra ráðherra í hópnum og sagði áherslu ætti að legga á hagvöxt. Til að það markmið næðist yrði að hafa viðunandi stjórn á ríkisfjármálum. Hollenski fjármálaráðherrann telur mikilvægt að rjúfa vítahringinn milli þess að bjarga bönkum frá hruni og auka ríkisskuldir. Þá telur hann að með bankasambandi verði unnt að dýpksa og styrkja evru-samstarfið.

Jean-Claude Juncker kvaddi formannssætið í evru-hópnum með því að fagna hinu nýja „trausti“ sem menn sýndu evrunni á fjármálamörkuðum. Hann sagðist „feginn“ að samstaða hefði náðst um eftirmann sinn.

Dijsselbloem kynnti framboð sitt til formennskunnar formlega á hollenska þinginu fimmtudaginn 17. janúar og hélt sama kvöld til Madrid til að tryggja sér stuðning ríkisstjórnarinnar þar. Þegar hollenski ráðherrann hitti franskan starfsbróður sinn Pierre Moscovici sagði hinn franski að menn mættu ekki sætta sig við að evru-svæðið væri fast í vítahring aðhalds og samdráttar.

Dijsselbloem hallast til vinstri í stjórnmálum og á því pólitíska samleið með frönskum sósíalistum og François Hollande Frakklandsforseta.

Jeroen Dijsselbloem (f. 1966) er hagfræðingur að mennt. Árið 1992 starfaði hann sem aðstoðarmaður flokks hollenskra jafnaðarmanna (PvdA) á ESB-þinginu og síðan þingflokksins í Haag. Hann tók þátt í sveitarstjórnarstarfi í Hollandi 1994 til 1997. Hann var sérfræðingur í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti Hollands frá 1996 til 2000 þegar hann var kjörinn á þing. Hann varð fjármálaráðherra 5. nóvember 2012.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS