Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fríar Mariu Damanaki sjávarútvegsstjóra og Evrópusambandið af allri ábyrgð á sameiginlegri ákvörðun Norðmanna og ESB um að taka 90% af því sem talinn er leyfilegur heildarafli makríls á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2013. Utanríkisráðherra segir Norðmenn hafa krafist þessarar niðurstöðu enda séu þeir „lamaðir af ótta“ vegna þingkosninga í Noregi í september 2013. Hann varar þó ESB við að „leika sér að eldi“ gagnvart aðildarumsókn Íslands í makríldeilunni.
Þessi afstaða utanríkisráðherra kemur fram í viðtali sem birtist við hann á vefsíðunni Eyjunni fimmtudaginn 24. janúar eftir samtal ráðherrans við Lucindu Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, í Reykjavík miðvikudaginn 23. janúar. Á Eyjunni segir að ráðherrarnir hafi setið fimm tíma fund en Írar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB.
Í frétt Eyjunnar segir að ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að hægja á ESB-aðildarviðræðunum hafi verið rædd á fundi ráðherranna en Össur Skarphéðinsson hafi mjög verið með hugann við makrílveiðarnar enda hafi „Írar verið fremstir í flokki þeirra sem vilja refsa Íslendingum vegna veiðanna“. Össur kvaðst hafa tekið upp makrílveiðarnar og mögulegar viðskiptaþvinganir af fullum þunga við Creighton og þá er haft eftir honum orðrétt:
„Mér er sagt að þessi vanhugsaða ákvörðun [um 90% makrílkvótans fyrir ESB og Norðmenn], hafi verið í andstöðu við vilja Damanaki sjávarútvegsstjóra en málið er keyrt fram undan hörðum þrýstingu Norðmanna, sem virðast stýra Evrópusambandinu í þessu efni. Ég sagði Lucindu Creighton það umbúðalaust að þessi ranga ákvörðun setti þunga pressu á íslensk stjórnvöld til að gefa út sama kvóta og í fyrra. Nú blasti það einfaldlega við.“
Össur segir Eyjunni að hann hafi tjáð írska ráðherranum að vitað mál væri að ekki yrði hægt að semja um makríl fyrr en í fyrsta lagi eftir norsku þingkosningarnar í september. Íslendingar ættu ekki að gjalda þess þótt Norðmenn væru „lamaðir af ótta“ við kosningar. Þá segir utanríkisráðherra orðrétt:
„Við vorum tilbúin að semja á skaplegum nótum, og það veit Evrópusambandið mjög vel. Þó erum við að fara miklu fyrr en þeir í kosningar. Þetta eru því hreinar þvinganir af hálfu Norðmanna, og í því ljósi teldi ég allsendis ómóralskt af ESB að íhuga viðskiptaþvinganir. Þeir best allra vita hver það var sem kom í veg fyrir samning í London, þegar samhljómur var með ESB og Íslandi. Það voru Norðmenn, og af þeim réttlætissökum hefur því Evrópusambandið að mestu hætt sífri sínu um þvinganir. Nú er eins víst að sú umræða blossi upp aftur. Við höfum raunar sérstakt útfært slagplan til að vinna gegn því.“
Hér landi hefur ekki verið skýrt frá því í hverju hugsanlegur samningur Íslands og ESB um makríl „á skaplegum nótum“ snerist eða hvað íslenskir fulltrúar kynntu á fundi í London þegar „samhljómur var með ESB og Íslandi“. Steingrímur J. Sigfússon, arvinnu- og nýsköpunarráðherra, sat hinn 3. september 2012 árangurslausan fund í London með Mariu Damanaki og fulltrúum annarra deiluaðila í makrílmálinu.
Í viðtali Eyjunnar við Össur Skarphéðinsson sem birtist fimmtudaginn 24. janúar segir utanríkisráðherra að lokum:
„Ég kom því líka á framfæri [við Evrópumálaráðherra Íra] að viðskiptaþvinganir ofan í ákvörðun Norðmanna og Evrópusambandsins gætu haft mjög óheillavænleg áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins, og gætu reynst mjög óhallkvæmar samskiptum okkar við sambandið í tengslum við aðildarumsóknina. Það verður einfaldlega að koma í ljós, en hér er ESB að leika sér að eldi í gagnvart aðildarumsókninni. Það verða þeir að skilja.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.