Föstudagurinn 23. apríl 2021

Noregur: Stjórnar­flokkarnir boða óbreytta EES-aðild á næsta kjötímabili haldi þeir meirihluta - Mið­flokkurinn hverfur frá kröfu um úrsögn úr EES


30. janúar 2013 klukkan 10:27
Stórþinghúsið í Osló

Nokkrar umræður hafa verið í Noregi undanfarna mánuði um hvort ástæða sé til að óska eftir breytingum á EES-samningnum eða jafnvel hverfa frá aðild að EES. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstri flokksins og Miðflokksins, hefur lagst gegn breytingum á samningnum. Hann beitti sér á þingi Alþýðusambandsins (LO) gegn kröfu um úrsögn úr EES vegna óánægju með vinnuréttartilskipun ESB. EES-samningurinn og framtíð hans verður átakamál í þingkosningum í Noregi sem fram fara í september. Nú þykir pólitískum tíðindum sæta að Trygve Slagsvold Vedum, varaformaður Miðflokksins, hefur lýst yfir að ekki sé á dagskrá að endurskoða EES-aðildina á næsta kjörtímabili.

Miðflokkurinn hefur verið andvígur EES-aðild Noregs en nú hefur forysta flokksins fallið frá öllum kröfum varðandi aðildina eða breytingar á EES-samningnum til að geta starfað áfram með Verkamannaflokknum í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili fái stjórnarflokkarnir endurnýjað umboð. Núverandi ríkisstjórn flokkanna þriggja lítur á EES-aðildina sem kjarnaþátt í ESB- og Evrópustefnu sinni. Í stjórnarsáttmálanum segir að vilji einhver flokkanna þriggja sækja um aðild að ESB, rofni stjórnarsamstarfið.

Í samtali við norska ríkisútvarpið (NRK) þriðjudaginn 29. janúar sagði Trygve Slagsvold Vedum:

„Á þessari stundu er unnt að slá því föstu að hin pólitíska staða hefur ekkert breyst frá því sem var 2004. Þá voru EES-samningurinn, aðildin að NATO og andstaða við ESB-aðild kjarnaatriði í utanríkisstefnu rauðgrænu ríkisstjórnarinnar.“

Hann sagði að þessi stefna yrði óbreytt á næsta kjörtímabili.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra tók í samtali við NRK mánudaginn 28. janúar af skarið um hver yrði afstaða ríkisstjórnar undir sinni stjórn á næsta kjörtímabili. Hann sagði:

„EES-samningurinn er forsenda þessarar ríkisstjórnar, um það getur ekki leikið neinn vafi. Þess vegar verður ekki heldur um neina endurgerð samningsins að ræða því að hún kann að skapa óvissu um þennan samning sem er svo mikilvægur fyrir Noreg og sem hefur frá upphafi verið meginstoð stjórnarsamstarfsins.“

Viðbrögð forystumanna Miðflokksins birtust eftir að forsætisráðherrann hafði sagt þetta. Að kvöldi mánudags 28. janúar sendu Liv Signe Navarsete, formaður Miðflokksins, og varaformennirnir Ola Borten Moe og Trygve Slagsvold Vedum frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem tekið er af skarið um að flokkurinn mun ekki krefjast endurskoðunar á EES-samningnum vinni rauðgrænu flokkarnir sigur í kosningunum í september.

Í frétt NRK um málið segir að undanfarna daga hafi víða heyrst að Miðflokkurinn mundi krefjast breytinga eða uppsagnar á EES-samningnum. Nú hafi öllum vangaveltum um það verið ýtt til hliðar með yfirlýsingu flokksforystunnar. EES-samningurin hafi því verið friðaður í næstu fjögur ár.

Umræðum er þó ekki lokið í Noregi um EES-samninginn segir NRK. Forystumenn Miðflokksins hafi sagt að í afstöðu þeirra felist tækifæri til að ræða áfram um hvernig Norðmenn standi best að vígi gagnvart Evópusambandinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS