Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Fjárlög ESB: Samkomulag í höfn segir sigurglaður Van Rompuy - ESB-þing­flokksformenn andmæla - Danir fagna að hafa fengið afslátt


8. febrúar 2013 klukkan 17:14

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, tísti á Twittert-samskiptasíðunni um klukkan 16.00 á ísl. tíma föstudaginn 8. febrúar að ráðið hefði náð samkomulagi og langtímafjárlög ESB. Formenn ESB-þingflokka segjast ekki geta fallist á samkomulagið sem ekki kemst til framkvæmda án samþykkis ESB-þingsins.

Herman Van Rompuy

Í tísti sínu sagði Van Rompuy: „ Deal done! #euco [European Council leiðtogaráðið] has agreed on #MFF [multi-annual financial framework – fjárlagramma til margra ára] for the rest of the decade. Worth waiting for.“ á íslensku: „Samkomulag í höfn! Euco hefur samþykkt MFF út áratuginn. Biðin var þess virði.“

Leiðtogaráðinu mistókst í nóvember 2012 að ná samkomulagi um langtímafjárlagarammann.

Formenn fjögurra helstu ESB-þingflokkanna (PPE (mið-hægriflokka), sósíalista, frjálslyndra og græningja) sendu frá sér yfirlýsingu föstudaginn 8. febrúar þar sem sagði: „Þessi samningur eykur ekki samkeppnishæfni evrópska efnahagskerfisins. Þvert á móti mun hann veikja hana. Það þjónar ekki hagsmunum evrópsks almennings.“

Að morgni föstudags 8. febrúar virtist sem samkomulag mundi nást á fundi leiðtogaráðs ESB um fjárlög Evrópusambandsins frá 2014 til 2020. Fundur leiðtogaráðsins hófst að nýju um hádegisbil föstudagsins. Með samkomulaginu í fyrsta sinn í 60 ára sögu ESB samið um samdrátt útgjalda þess, er um að ræða 3% raunlækkun útgjalda frá síðasta sjö ára tímabili.

Angela Merkel Þýskalandskanslari studdi að lokum kröfu Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, og réð það úrslitum um að sparnaðarleiðin var samþykkt sem meginstefna á fundi sem hófst fimmtudaginn 7. febrúar og stóð í 18 klukkustundir. Breska blaðið The Daily Telegraph kynnir niðurstöðu leiðtogafundarins sem sigur fyrir Cameron og málstað sparnaðarsinna innan ESB.

Um klukkan 05.30 að morgni föstudags 8. febrúar var lögð fram lokatillaga um að útgjöld yrðu 908,4 milljarðar evra en heimild til skuldbindinga nemi 960 milljöðrum evra. Framkvæmdastjórn ESB lagði upphaflega til 5% hækkun á núgildandi fjárlögum og yrði heildarfjárhæði 1040 milljarðar evra um 1% af vergri, árlegri heildarframleiðslu ESB-ríkjanna.

Í þessum mun á fé til ráðstöfunar annars vegar og til skuldbindinga hins vegar felst viðleitni til að brúa bilið milli krafna Davids Camerons og stuðningsmanna hans sem vilja aðhald og krafna François Hollandes og Marios Montis sem vilja að útgjöld haldist í sama horfi og áður eða aukist í því skyni að vinna gegn stöðnun og atvinnuleysi. Skuldbindingarnar felast í áætlunum sem gerðar eru til nokkurra ára, til dæmis á sviði vísinda- og rannsókna.

ESB-þingið verður að samþykkja niðurstöðu leiðtogaráðsins til að hún taki gildi. Að morgni föstudags 8. febrúar bárust viðvaranir frá forystumönnum á ESB-þinginu um að þessi sparnaðaráform nytu ekki stuðnings þeirra.

Guy Verhofstadt, formaður í ESB-þingflokki frjálslyndra og fyrrv. forsætisráðherra Belgíu, krefst þess að stofnað verði til viðræðna milli fulltrúa leiðtogaráðsins og þingsins um efni megintillögunnar sem kynnt hefur verið. Hann segist ekki sjá að þingið muni samþykkja þessar tillögur. Þær séu meingallaðar af því að þar sé gert ráð fyrir halla á ESB-fjárlögunum, annars vegar séu ákveðinn 908,4 evru útgjaldarammi og hins vegar 960 milljarða evra skuldbindingarammi.

„Hér um að ræða rúmlega 50 milljarða evru halla. Við viljum ekki að Evrópusambandið sé rekið með halla. Aðildarríkin geta ekki farið fram á að hallinn sé minnkaður á fjárlögum þeirra hvers um sig og síðan stefnt að halla á sameiginlegum vettvangi. Það er gert með þessu. Á þennan hátt hefur verið leitast við að smíða brú á milli þeirra þjóða sem njóta stuðnings og hinna sem greiða meira en þær fá til baka,“ segir Guy Verhofstadt auk þess sem hann gagnrýnir að útgjöld til vaxtar hækki ekki eins mikið sem upphaflega var ráðgert.

Þýski jafnaðarmaðurinn Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, hefur einnig varað við því að ESB-þingið kunni að hafa tillögum leiðtogaráðsins. Hann segir það brjóta gegn ESB-sáttmálanum að stefna að halla á fjárlögum ESB.

Síðdegis sendu formenn allra stærstu þingflokkanna frá sér yfirlýsingu um andstöðu við niðurstöðu leiðtogaráðsins. Meðferð þingsins á málinu kann að taka nokkra mánuði.

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, tókst að tryggja Dönum þann afslátt af ESB-aðildargjöldum sem hún krafðist, um 1 milljarð danskra króna. Bretar halda einnig sínum afslætti. Austurríkismenn missa hins vegar þann afslátt sem þeir hafa haft.

Thorning-Schmidt var sigri hrósandi eftir leiðtogaráðsfundinn að sögn danskra fjölmiðla. Hún sagði: „Við héldum til leiðtogafundarins í Brussel með þrjú meginmarkið. Afslátturinn skipti mestu máli, ósk um að draga saman útgjöld ESB og ósk um að nútímavæða fjárlög ESB. Við náðum árangri á öllum þessum sviðum.“

Rök Dana fyrir afslættinum voru þau að í mörg ár hefðu þeir greitt meira en þeim bar miðað við afsláttarkjör annarra. Sagði forsætisráðherrann að nú hefði dæmið verið gert upp á viðunandi hátt.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS